20 apr. 2006KKÍ stendur fyrir fundi þar sem Sarunas Marciulionis, heiðursgestur á lokahófi KKÍ mun kynna Körfuboltaakademíu Sarunas Marciulionis í Litháen. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 16.00 föstudaginn 21. apríl 2006 á RadissonSAS Hótelinu (áður Hótel Sögu). Dagskrá fundarins: 1. Opnun - Ólafur Rafnsson, formaður KKÍ 2. Kynning á Íþróttaakademíunni í Keflavík - Geir Sveinsson, framkvæmdastjóri Akademíunnar 3. Kynning á Körfuknattleiksakademíu Sarunas Marciulionis - Sarunas Marciulionis. 4. Pallborðsumræður þar sem fulltrúar annarra sérsambanda ásamt fyrirlesurum munu ræða og kynna það starf sem er í gangi og hvað er framundan í tengslum við hinar ýmsu íþróttaakademíur hér á landi. Búast má við skemmtilegum umræðum og eru fundargestir hvattir til að taka þátt í þeim af fremsta megni.