19 apr. 2006Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaður og leikmaður Carpisa Napólí á Ítalíu er í viðtali vikunnar á [v+]http://www.fiba.com[v-]vef FIBA[slod-], Alþjóða körfuknattleikssambandsins, þessa vikuna. Í viðtalinu er komið víða við og Jón segir frá ferli sínum allt frá því hann var í yngri flokkum á Íslandi. Þá er rætt við þjálfara Jóns hjá Napólí, sem segir að ungum stúlkum í hópi áhangenda Napólí-liðins hafi fjölgað mjög eftir komu Jóns Arnórs til liðsins. Jón Arnór segist í viðtalinu ekki líta á sig sem kyntákn. [v+]http://www.fiba.com/pages/en/news/rss_article.asp?r_act_news=12167&r_cat=274[v-]Lesa viðtalið[slod-].