11 apr. 2006Uppselt var á leik Skallagríms og Njarðvíkur í "Fjósinu" íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í gær. Alls voru áhorfendur um 650 í húsinu og var hver krókur og kimi troðinn af áhorfendum. Sem kunnugt er sigruðu heimamenn í leiknum og jöfnuðu eivígið um Íslandsmeistaratitilinn, 1-1. Næsti leikur fer fram í Njarðvík á laugardaginn kl. 16:00. Fríar rútaferðir verða á leikinn frá Borgarnesi í boði Sparisjóðs Mýrarsýslu. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eins og í Borgarnesi, er búist við fullu húsi áhorfenda, þeim sem áhuga hafa á að mæta á leikinn og upplifa stemmninguna beint í æð er bent á að mæta tímanlega í "Ljónagryfjuna". Sjá nánar umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.skallagrimur.is/default.asp?sid_id=3013&tre_rod=004|001|&tId=2[v-]vef Skallagríms [slod-] en þar eru ma. skemmtilegar myndir úr leiknum og [v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]vef Njarðvíkur[slod-] þar sem meðal annars ágætir dómarar leiksins í gær, þeir Björgvin Rúnarsson og Erlingur Snær Erlingsson, fá hrós.
Færri komust í fjósið en vildu
11 apr. 2006Uppselt var á leik Skallagríms og Njarðvíkur í "Fjósinu" íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í gær. Alls voru áhorfendur um 650 í húsinu og var hver krókur og kimi troðinn af áhorfendum. Sem kunnugt er sigruðu heimamenn í leiknum og jöfnuðu eivígið um Íslandsmeistaratitilinn, 1-1. Næsti leikur fer fram í Njarðvík á laugardaginn kl. 16:00. Fríar rútaferðir verða á leikinn frá Borgarnesi í boði Sparisjóðs Mýrarsýslu. Leikurinn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eins og í Borgarnesi, er búist við fullu húsi áhorfenda, þeim sem áhuga hafa á að mæta á leikinn og upplifa stemmninguna beint í æð er bent á að mæta tímanlega í "Ljónagryfjuna". Sjá nánar umfjöllun um leikinn á [v+]http://www.skallagrimur.is/default.asp?sid_id=3013&tre_rod=004|001|&tId=2[v-]vef Skallagríms [slod-] en þar eru ma. skemmtilegar myndir úr leiknum og [v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]vef Njarðvíkur[slod-] þar sem meðal annars ágætir dómarar leiksins í gær, þeir Björgvin Rúnarsson og Erlingur Snær Erlingsson, fá hrós.