7 apr. 2006Fjórir körfuknattleiksmenn voru nýlega boðaðir til lyfjaeftirlits hjá ÍSÍ. Það var eftir leik Keflavíkur og Njarðvíkur þann 9. mars sl. að þeir Halldór Karlsson UMFN, Guðmundur Jónsson UMFN, Arnar Freyr Jónsson Keflavík og Halldór Örn Halldórsson Keflavík voru prófaðir í keppni. Niðurstöður liggja nú fyrir, en engin lyf af bannlista fundust í þeim sýnum sem tekin voru.