3 apr. 2006Leikið verður í báðum viðureignum undanúrslita Iceland Express deldar karla í kvöld 3. april en Skallagrímur tekur á móti Keflavík í Borgarnesi og KR tekur á móti UMFN í DHL höllinni. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. Bein útsending verður á Sýn frá leiknum í Borgarnesi og einnig verður fylgst með gangi mála í DHL höllinni. Keflavík og Njarðvík hafa yfir 2-1 í sínum viðureingum og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld en Skallagrímur og KR verða að sigra til að knýja fram oddaleiki í viðureignunum. Allir leikir hafa unnist á heimavelli til þessa og má því búast við hörkuviðureignum í kvöld!
Fjórðu viðureignirnar í undanúrslitum karla í beinni á Sýn
3 apr. 2006Leikið verður í báðum viðureignum undanúrslita Iceland Express deldar karla í kvöld 3. april en Skallagrímur tekur á móti Keflavík í Borgarnesi og KR tekur á móti UMFN í DHL höllinni. Báðir leikirnir hefjast kl. 20.00. Bein útsending verður á Sýn frá leiknum í Borgarnesi og einnig verður fylgst með gangi mála í DHL höllinni. Keflavík og Njarðvík hafa yfir 2-1 í sínum viðureingum og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í kvöld en Skallagrímur og KR verða að sigra til að knýja fram oddaleiki í viðureignunum. Allir leikir hafa unnist á heimavelli til þessa og má því búast við hörkuviðureignum í kvöld!