23 mar. 2006Vefir félaganna hafa tekið drjúgan þátt í úrslitakeppninni það sem af er. T.d. má nefna umfjöllun vefja KR og Snæfells af einvígi félaganna í 8-liða úrslitunum Iceland Express-deildarinnar. Á vef Snæfells er t.d. að finna lýsingu á öðrum leik liðanna í Stykkishólmi [v+]http://www.snaefellsport.is/?q=node/526[v-]atvik fyrir atvik[slod-], en gaman er að renna yfir listann og sjá hvað gekk mikið á í leiknum. Upphaflega mun þessi atvikalýsing þó vera ættuð af vef KR. Á vef KR er myndbrot sem sýnir [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/magnadar%5Fminningar/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=621&cat_id=17474&ew_621_a_id=191839 [v-]sigurkörfuna í leiknum[slod-] í Stykkishólmi og þar er einnig að finna veglegt myndband [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=192571[v-]úr oddaleiknunum[slod-] með viðtölum fyrir og eftir leik. Víst er að viðureign KR og Snæfells verður lengi í minnum höfð, enda einstaklega spennandi. Úrslitakeppnin farið afar vel af stað og 8-liða úrslitin voru æsispennandi í heild, þótt oddleikurinn yrði aðeins einn. Áhorfendur, sem fjölmennst hafa á leikina, hafa heldur ekki farið sviknir heim, enda mikil spenna í öllum leikjum. DV gerir einvígið upp í dag og kemst að þeirri niðurstöðu að þeir Fannar Ólafsson og Skarphéðinn Ingason hafi dregið vagninn fyrir KR. Fróðleg grein um þetta í DV í dag. Karfan.is hefur ekki látið sitt eftir liggja í úrslitakeppninni og eru myndasyrpurnar þeirra einstaklega vel heppnaðar. T.d. má benda á frábæra syrpu [v+]http://www.karfan.is/index.php?option=com_content&task=view&id=791&Itemid=40[[v-]frá leik Grindavíkur og Skallagríms [slod-]. Undanúrslitin byrja á laugardaginn, en fram að því er nóg um að vera í úrslitakeppni Iceland Expressdeildar kvenna sem hófst í gær og úrslitakeppni 1. deildar karla, sem hefst annað kvöld. Sjá nánar tímasetningar leikjanna undir næstu leikir hér til hægri á vefnum.