15 mar. 2006Á fimmtudaginn byrjar 64 liða úrslit í efstu deild NCAA- háskólakeppninnar. Keppnin fer fram fram með úrsláttarfyrirkomulagi og tekur keppnin 19 daga. Í efstu deild NCAA eru um 230 lið. Þessi lið eru í 31 riðlum (conferences). Í upphafi keppnistímabilsins leika liðin við lið úr öðrum riðlum og jafnvel við lið úr neðri deildum. Í desember byrjar síðan keppni í riðlunum. Keppnin í riðlunum lýkur svo í byrjun mars. Flest þau lið sem sigra í sínum riðli vinna sér sjálfkrafa sæti í 64 liða úrslitakeppninni. Þetta gera þau annaðhvort með því að vera efst í sínum riðli, eða að vinna sérstaka úrslitakeppni. Sérstak valnefnd velur síðan um 35 lið í viðbót eftir frammistöðu sinni á keppnistímabilinu til að taka þátt í úrslitakepnninni. Hún styrkleikarraðar liðinum þannig að sterkasta liðið leikur við lið lakasta liðið og svo framvegis. Einnig er betri liðunum umbunað með því að þurfa að ferðast styttri vegalengdir á keppnistað. Í ár valdi valnefndin lið Duke, Memphis, Villanova og Connecticut í fyrsta styrkleikaflokk Íslenskir íþróttaáhugamenn geta fylgst með kepninni beint á sjónvarpsstöðinni NASN. þeir sem hafa aðgang að Breiðabandinu eða eru með ADSL-tengingu frá Símanum geta gerst áskrifendur að stöðinni hjá Símanum og kostar mánuðurinn 1.695 krónur. Nánar um Marsfárið á [v+]http://www.ncaasports.com/[v-]vef NCAA[slod-].
NCAA - Marsfárið að skella á
15 mar. 2006Á fimmtudaginn byrjar 64 liða úrslit í efstu deild NCAA- háskólakeppninnar. Keppnin fer fram fram með úrsláttarfyrirkomulagi og tekur keppnin 19 daga. Í efstu deild NCAA eru um 230 lið. Þessi lið eru í 31 riðlum (conferences). Í upphafi keppnistímabilsins leika liðin við lið úr öðrum riðlum og jafnvel við lið úr neðri deildum. Í desember byrjar síðan keppni í riðlunum. Keppnin í riðlunum lýkur svo í byrjun mars. Flest þau lið sem sigra í sínum riðli vinna sér sjálfkrafa sæti í 64 liða úrslitakeppninni. Þetta gera þau annaðhvort með því að vera efst í sínum riðli, eða að vinna sérstaka úrslitakeppni. Sérstak valnefnd velur síðan um 35 lið í viðbót eftir frammistöðu sinni á keppnistímabilinu til að taka þátt í úrslitakepnninni. Hún styrkleikarraðar liðinum þannig að sterkasta liðið leikur við lið lakasta liðið og svo framvegis. Einnig er betri liðunum umbunað með því að þurfa að ferðast styttri vegalengdir á keppnistað. Í ár valdi valnefndin lið Duke, Memphis, Villanova og Connecticut í fyrsta styrkleikaflokk Íslenskir íþróttaáhugamenn geta fylgst með kepninni beint á sjónvarpsstöðinni NASN. þeir sem hafa aðgang að Breiðabandinu eða eru með ADSL-tengingu frá Símanum geta gerst áskrifendur að stöðinni hjá Símanum og kostar mánuðurinn 1.695 krónur. Nánar um Marsfárið á [v+]http://www.ncaasports.com/[v-]vef NCAA[slod-].