15 mar. 2006Í kvöld, miðvikudagskvöld, fer fram síðasta umferðin í Iceland Express-deild kvenna. Haukar hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og fá bikarinn afhentan á heimavelli sínum eftir leikinn gegn Breiðabliki. Keflavík getur náð öðru sæti deildarinnar með sigri á Grindavík á útivelli í kvöld. Keflavík er tveimur stigum á eftir UMFG, en með sigri kæmist liðið upp fyrir þær gulklæddu á betri árangri úr innbyrðisviðureignum. Þriðja viðureign kvöldsins er leikur ÍS og KR í Kennaraskólanum. ÍS er og verður í fjórða sæti deildarinnar og með sigri sendir ÍS lið KR niður í 2. deild. Með sigri heldur KR hins vegar sæti sínu í deildinni á kostnað Breiðabliks. Leikurinn hefst kl. 19:00, en hinir leikir kvöldsins kl. 19:15. Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hefst á miðvikudaginn í næstu viku.
Lokaumferð kvenna á dagskrá
15 mar. 2006Í kvöld, miðvikudagskvöld, fer fram síðasta umferðin í Iceland Express-deild kvenna. Haukar hafa þegar tryggt sér deildarmeistaratitilinn og fá bikarinn afhentan á heimavelli sínum eftir leikinn gegn Breiðabliki. Keflavík getur náð öðru sæti deildarinnar með sigri á Grindavík á útivelli í kvöld. Keflavík er tveimur stigum á eftir UMFG, en með sigri kæmist liðið upp fyrir þær gulklæddu á betri árangri úr innbyrðisviðureignum. Þriðja viðureign kvöldsins er leikur ÍS og KR í Kennaraskólanum. ÍS er og verður í fjórða sæti deildarinnar og með sigri sendir ÍS lið KR niður í 2. deild. Með sigri heldur KR hins vegar sæti sínu í deildinni á kostnað Breiðabliks. Leikurinn hefst kl. 19:00, en hinir leikir kvöldsins kl. 19:15. Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna hefst á miðvikudaginn í næstu viku.