15 mar. 2006Mótshaldarar Samkaupsmótsins eru afar ánægðir með framkvæmd mótsins í ár. Keppni fór fram á 12 völlum í fjórum íþróttahúsum, en í ár var bætt við tveimur keppnisvöllum í nýjum sal Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ. Alls um 900 krakkar mættu til leiks í 145 keppnisliðum frá 18 félagsliðum víðs vegar af landinu. Flest lið spiluðu 5 leiki, en yngstu krakkarnir spiluðu 4 leiki yfir helgina. Einnig bauðst börnunum að fara í bíó, sund, hlaupa þrautabraut og skemmta sér á kvöldvöku. Síðar í vikunni birtast fjölmargar myndir frá mótinu á [v+]http://www.samkaupsmot.mis.is/[v-]heimasíðu mótsins[slod-].
900 krakkar á Samkaupsmóti
15 mar. 2006Mótshaldarar Samkaupsmótsins eru afar ánægðir með framkvæmd mótsins í ár. Keppni fór fram á 12 völlum í fjórum íþróttahúsum, en í ár var bætt við tveimur keppnisvöllum í nýjum sal Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ. Alls um 900 krakkar mættu til leiks í 145 keppnisliðum frá 18 félagsliðum víðs vegar af landinu. Flest lið spiluðu 5 leiki, en yngstu krakkarnir spiluðu 4 leiki yfir helgina. Einnig bauðst börnunum að fara í bíó, sund, hlaupa þrautabraut og skemmta sér á kvöldvöku. Síðar í vikunni birtast fjölmargar myndir frá mótinu á [v+]http://www.samkaupsmot.mis.is/[v-]heimasíðu mótsins[slod-].