12 mar. 2006Gestgjafar KR-ingar stóðu sig vel bæði innan sem utan vallar á bikarúrslitum yngri flokkanna sem fram fóru í DHL-Höllinni um helgina. Auka þess að skapa glæsilega umgjörð utan um leikinna unnu KR-ingar einir tvo bikarmeistaratitla en alls eignuðust sjö félög bikarmeistara í þessum átta úrslitaleikjum sem fóru fram á laugardag og sunnudag. KR vann 10. flokk karla og drengjaflokk en önnur félög sem eignuðust meistara voru Grindavík (10. flokkur kvenna), Fjölnir (9. flokkur karla), FSu (Unglingaflokkur karla), Njarðvík (9. flokkur kvenna), Valur (11. flokkur karla) og Haukar (Unglingaflokk kvenna). Það var sagt frá úrslitaleikjum laugardagsins á KKÍ-síðunni í gær og það má finna þá umfjöllun [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=2790 [v-]hér[slod-]. Nú er komið að úrslitaleikjum seinni dagsins. Fyrsti úrslitaleikur sunnudagsins var æsispennandi leikur í 9. flokki kvenna þar sem Njarðvík varð bikarmeistari eftir eins stigs sigur á Haukum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002327/23270301.htm [v-]38-37[slod-]. Það var maður leiksins, Dagmar Traustadóttir hjá Njarðvík sem tryggði sínu liði sigurinn á vítalínunni en Dagmar var með þrefalda tvennu í leiknum skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og stal 10 boltum. Haukar náðu mest níu stiga forskot í fyrri hálfleik (15-6) og höfðu sex stiga forskot í hálfleik, 22-16. Heiða Björg Valdimarsdóttir tók 24 fráköst fyrir Njarðvík og varði auk þess 4 skot og þá var Hanna Birna Valdimarsdóttir með 6 stig og 8 fráköst og Erna Lind Teitsdóttir skoraði 6 stig og stal 5 boltum. Guðbjörg Sverrisdóttir var með 15 stig, 15 fráköst og 7 stolna bolta í liði Hauka, Heiðrún Jónsdóttir skoraði 9 stig og tók 11 fráköst og þá var Rannveig Ólafsdóttir með 19 fráköst auk 2 stiga. Valur vann sögulegan sigur á Njarðvík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002322/23220301.htm [v-]66-60[slod-], í úrslitaleik 11. flokks karla en 1989-árgangurinn hjá Njarðvík hafði fyrir leikinn ekki tapað leik í fjögur ár og fjóra mánuði (11.nóvember 2001). Njarðvík hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, náði mest 15 stiga forustu (26-11) og var sjö stigum yfir í hálfleik, 30-23. Valsmenn komu grimmir inn í seinni hálfleikinn, skoruðu átta fyrstu stig hans og komust síðan 11 stigum yfir (58-47) eftir að hafa skorað 13 stig í röð. Valur vann leikinn með sex stigum, 66-60 en miklu munaði um fyrir Njarðvíkurliðið að Hjörtur Hrafn Einarsson lék aðeins í 21 mínútu vegna villuvandræða. Páll Fannar Helgason var valinn maður leiksins en hann stjórnaði leik Valsliðsins af mikill röggsemi og var með 15 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Haraldur Valdimarsson var með 14 stig og 14 fráköst, Hjalti Friðriksson skoraði 13 stig og tók 9 fráköst og þá var Kristján Ragnars með 13 stig og 8 fráköst.Rúnar Ingi Erlingsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 23 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Hjörtur skoraði 19 stig á þeirri 21 mínútu sem hann spilaði. Haukar unnu sannfærandi 43 stiga sigur á Grindavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002325/23250301.htm [v-]106-63[slod-], í Unglingaflokki kvenna þar sem bæði Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir áttu frábæran leik. Saman skoruðu þær meðan annars 28 af 29 stigum Hauka í 1. leikhluta (Helena 16, Pálína 12) þar sem þær nýttu öll sjö skotin sín (Helena 7/7, Pálína 6/6). Haukar leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 29-17, höfðu 20 stiga forskot í hálfleik, 53-33 og voru síðan með 38 stiga forustu, 88-50, fyrir lokaleikhlutann. Helena endaði leikinn með 37 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Pálína var með 30 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Þetta er þriðja árið í röð sem þær Helena og Pálína verða bikarmeistarar í þessum flokki og jafnframt þriðja árið í röð sem Helena er maður leiksins. Alma Rut Garðarsdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 18 stig. KR endaði vel heppnaða helgi á sigurnótunum með því að hefna úrslitanna í úrslitaleik Unglingaflokks karla. KR vann 13 stiga sigur á FSu, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002321/23210401.htm [v-]73-60[slod-], í úrslitaleik drengjaflokks. KR-liðið hafði frumkvæðið allan tímann, var fimm stigum yfir eftir 1. leikhluta, 19-14, leiddi með 3 stigum í hálfleik, 40-37, og hafði 9 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 57-48. Þetta var þriðja árið í röð sem KR vinnur bikarinn í drengjaflokki og annað árið í röð sem Brynjar Þór Björnsson er valinn maður leiksins en hann á enn eitt ár eftir í flokknum. Brynjar Þór var með 26 stig, 11 fráköst, 6 stolna bolta og 14 villur voru dæmdar á leikmenn FSu þegar þeir voru að reyna að halda aftur af honum. Fyrirliði KR-liðsins, Darri Hilmarsson, var einnig mjög góður með 18 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar og þá skoraði Ellert Arnarson 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Árni Ragnarsson var atkvæðamestur hjá FSu með 17 stig, Hörður K Nikulásson var með 12 stig og 6 fráköst og Vésteinn Sveinsson skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það má finna yfirlit yfir bikarúrslitaleiki yngri flokkanna í nútíð og fortíð undir greinum hér á KKÍ-síðunni eða með því að ýta [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=166[v-]hér[slod-].
KR-ingar unnu einir tvö bikartitla - sjö félög urðu bikarmeistarar um helgina
12 mar. 2006Gestgjafar KR-ingar stóðu sig vel bæði innan sem utan vallar á bikarúrslitum yngri flokkanna sem fram fóru í DHL-Höllinni um helgina. Auka þess að skapa glæsilega umgjörð utan um leikinna unnu KR-ingar einir tvo bikarmeistaratitla en alls eignuðust sjö félög bikarmeistara í þessum átta úrslitaleikjum sem fóru fram á laugardag og sunnudag. KR vann 10. flokk karla og drengjaflokk en önnur félög sem eignuðust meistara voru Grindavík (10. flokkur kvenna), Fjölnir (9. flokkur karla), FSu (Unglingaflokkur karla), Njarðvík (9. flokkur kvenna), Valur (11. flokkur karla) og Haukar (Unglingaflokk kvenna). Það var sagt frá úrslitaleikjum laugardagsins á KKÍ-síðunni í gær og það má finna þá umfjöllun [v+]http://www.kki.is/frettir.asp?adgerd=ein&id=2790 [v-]hér[slod-]. Nú er komið að úrslitaleikjum seinni dagsins. Fyrsti úrslitaleikur sunnudagsins var æsispennandi leikur í 9. flokki kvenna þar sem Njarðvík varð bikarmeistari eftir eins stigs sigur á Haukum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002327/23270301.htm [v-]38-37[slod-]. Það var maður leiksins, Dagmar Traustadóttir hjá Njarðvík sem tryggði sínu liði sigurinn á vítalínunni en Dagmar var með þrefalda tvennu í leiknum skoraði 18 stig, tók 10 fráköst og stal 10 boltum. Haukar náðu mest níu stiga forskot í fyrri hálfleik (15-6) og höfðu sex stiga forskot í hálfleik, 22-16. Heiða Björg Valdimarsdóttir tók 24 fráköst fyrir Njarðvík og varði auk þess 4 skot og þá var Hanna Birna Valdimarsdóttir með 6 stig og 8 fráköst og Erna Lind Teitsdóttir skoraði 6 stig og stal 5 boltum. Guðbjörg Sverrisdóttir var með 15 stig, 15 fráköst og 7 stolna bolta í liði Hauka, Heiðrún Jónsdóttir skoraði 9 stig og tók 11 fráköst og þá var Rannveig Ólafsdóttir með 19 fráköst auk 2 stiga. Valur vann sögulegan sigur á Njarðvík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002322/23220301.htm [v-]66-60[slod-], í úrslitaleik 11. flokks karla en 1989-árgangurinn hjá Njarðvík hafði fyrir leikinn ekki tapað leik í fjögur ár og fjóra mánuði (11.nóvember 2001). Njarðvík hafði frumkvæðið í fyrri hálfleik, náði mest 15 stiga forustu (26-11) og var sjö stigum yfir í hálfleik, 30-23. Valsmenn komu grimmir inn í seinni hálfleikinn, skoruðu átta fyrstu stig hans og komust síðan 11 stigum yfir (58-47) eftir að hafa skorað 13 stig í röð. Valur vann leikinn með sex stigum, 66-60 en miklu munaði um fyrir Njarðvíkurliðið að Hjörtur Hrafn Einarsson lék aðeins í 21 mínútu vegna villuvandræða. Páll Fannar Helgason var valinn maður leiksins en hann stjórnaði leik Valsliðsins af mikill röggsemi og var með 15 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst. Haraldur Valdimarsson var með 14 stig og 14 fráköst, Hjalti Friðriksson skoraði 13 stig og tók 9 fráköst og þá var Kristján Ragnars með 13 stig og 8 fráköst.Rúnar Ingi Erlingsson var atkvæðamestur hjá Njarðvík með 23 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Hjörtur skoraði 19 stig á þeirri 21 mínútu sem hann spilaði. Haukar unnu sannfærandi 43 stiga sigur á Grindavík, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002325/23250301.htm [v-]106-63[slod-], í Unglingaflokki kvenna þar sem bæði Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir áttu frábæran leik. Saman skoruðu þær meðan annars 28 af 29 stigum Hauka í 1. leikhluta (Helena 16, Pálína 12) þar sem þær nýttu öll sjö skotin sín (Helena 7/7, Pálína 6/6). Haukar leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 29-17, höfðu 20 stiga forskot í hálfleik, 53-33 og voru síðan með 38 stiga forustu, 88-50, fyrir lokaleikhlutann. Helena endaði leikinn með 37 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Pálína var með 30 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Þetta er þriðja árið í röð sem þær Helena og Pálína verða bikarmeistarar í þessum flokki og jafnframt þriðja árið í röð sem Helena er maður leiksins. Alma Rut Garðarsdóttir var atkvæðamest hjá Grindavík með 18 stig. KR endaði vel heppnaða helgi á sigurnótunum með því að hefna úrslitanna í úrslitaleik Unglingaflokks karla. KR vann 13 stiga sigur á FSu, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002321/23210401.htm [v-]73-60[slod-], í úrslitaleik drengjaflokks. KR-liðið hafði frumkvæðið allan tímann, var fimm stigum yfir eftir 1. leikhluta, 19-14, leiddi með 3 stigum í hálfleik, 40-37, og hafði 9 stiga forskot fyrir lokaleikhlutann, 57-48. Þetta var þriðja árið í röð sem KR vinnur bikarinn í drengjaflokki og annað árið í röð sem Brynjar Þór Björnsson er valinn maður leiksins en hann á enn eitt ár eftir í flokknum. Brynjar Þór var með 26 stig, 11 fráköst, 6 stolna bolta og 14 villur voru dæmdar á leikmenn FSu þegar þeir voru að reyna að halda aftur af honum. Fyrirliði KR-liðsins, Darri Hilmarsson, var einnig mjög góður með 18 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar og þá skoraði Ellert Arnarson 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Árni Ragnarsson var atkvæðamestur hjá FSu með 17 stig, Hörður K Nikulásson var með 12 stig og 6 fráköst og Vésteinn Sveinsson skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það má finna yfirlit yfir bikarúrslitaleiki yngri flokkanna í nútíð og fortíð undir greinum hér á KKÍ-síðunni eða með því að ýta [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=166[v-]hér[slod-].