11 mar. 2006Fjögur félög, KR, Grindavík, Fjölnir og FSU, eignuðust bikarmeistara á laugardag, fyrri degi bikarúrslita yngri flokkanna, sem fara fram í DHL-Höllinni í Frostaskjóli um þessa helgi. KR vann 10. flokk karla, Grindavík vann 10. flokk kvenna, Fjölnir vann 9. flokk karla og FSu vann Unglingaflokk karla en þetta er fyrsti titill félagsins. Gestgjafar KR eignuðust fyrstu bikarmeistarana þegar 10. flokkur karla hjá félaginu vann Breiðablik, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002323/23230401.htm[v-]47-37[slod-], í fyrsta úrslitaleik dagsins. Blikar stóðu vel í KR-liðinu framan af leik en góður sprettur KR-inga í lok fyrri hálfleiks breytti stöðunni úr 15-17 fyrir Blika í 30-19 fyrir KR sem var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik náðu KR-ingar mest 17 stiga forskoti en Blikar löguðu stöðuna í lokin. Snorri Páll Sigurðsson hjá KR var valinn maður leiksins en hann var með 12 stig, 13 fráköst og 9 stolna bolta. Davíð Birgisson var með 14 stig og 5 stoðsendingar hjá KR og Baldur Þór Ragnarsson skoraði 11 stig og stal 5 boltum. Hjá Blikum átti Hjörtur Halldórsson mjög góðan leik en hann var með 16 stig, 13 fráköst og 11 fiskaðar villur. 10. flokkur kvenna hjá Grindavík vann bikarmeistaratitilinn í sínum flokki eftir 53 stiga sigur á Hrunamönnum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002326/23260301.htm[v-]82-29[slod-]. Grindavík hafði 31 stigs forskot í hálfleik, 48-19, og höfðu mikla yfirburði í þessum leik. Alma Rut Garðarsdóttir hjá Grindavík var valin maður leiksins en hún setti á svið skotsýningu í leiknum, skoraði 37 stig á 27 mínútum og hitti úr 15 af 20 skotum sínum (75%) þar 4 af 6 þriggja stiga skotum. Lija Ósk Sigmarsdóttir var einnig mjög traust með 19 stig, 11 fráköst, 8 stolna bolta og 5 stoðsendingar og Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 16 stig, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum. Hjá Hrunamönnum var Dóra Þrándardóttir atkvæðamest með 12 stig og 6 fráköst. Fjölnir vann einnig öruggan sigur í 9. flokki karla en þeir unnu Snæfelli með 28 stigum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002324/23240401.htm[v-]72-44[slod-]. Snæfell skoraði 5 fyrstu stigin í leiknum en Fjölnir svaraði með 25-6 spretti og var með 14 stiga forskot í hálfleik, 39-25. Fjölnir skoraði síðan fyrstu 8 stig seinni hálfleiks og eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Haukur Pálsson sem er enn í 8. flokki var maður leiksins en hann kom inn af bekknum með 25 stig, 7 fráköst, 6 stolna bolta og 3 varin skot á aðeins 18 mínútum. Haukur nýtti 11 af 16 skotum sínum og Fjölnir vann leikinn, 48-17, meðan hann var inná. Arnþór Guðmundsson var með 15 stig fyrir Fjölni og þá var Ægir Þór Steinarsson með 10 stoðsendingar auk 6 stiga og 6 stolna bolta. Hjá Snæfelli skoraði Kristján Andrésson 19 stig og Egill Egilsson var með 8 stig, 19 fráköst, 8 stoðsendingar og 4 varin skot. FSu vann sinn fyrsta titil þegar Unglingaflokkur karla hjá félaginu vann sjö stiga sigur á heimamönnum í KR, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002320/23200401.htm[v-]83-90[slod-], í hörkuleik. KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 9 stigum í hálfleik, 47-38. KR-liðið hafði síðan frumvæðið allt þar til að Ragnar Gylfason tók sig til og setti niður þrjá þrista í röð og breytti stöðunni úr 68-66 fyrir KR í 68-75 fyrir FSu og lagði með því grunninn að sigrinum. Ragnar var valinn maður leiksins en hann skoraði 19 af 22 stigum sínum í seinni hálfleik þar sem að hann hitti úr 7 af 11 skotum sínum þar af 5 af 8 skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alexander Dungal átti einnig mjög góðan leik fyrir FSU og var með 21 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar og þá var Vésteinn Sveinsson með 16 stig og 8 stoðsendingar, Hörður Hreiðarsson gerði 10 stig og náði 6 boltum og þá var Árni Ragnarsson með 6 varin skot auk 9 stiga. Hjá KR Brynjar Þór Björnsson langatkvæðamestur með 41 stig, 10 fiskaðar villur, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Það má finna yfirlit yfir bikarúrslitaleiki yngri flokkanna í nútíð og fortíð undir greinum hér á KKÍ-síðunni eða með því að ýta [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=166[v-]hér[slod-].
KR, Grindavík, Fjölnir og FSU eignuðust bikarmeistara
11 mar. 2006Fjögur félög, KR, Grindavík, Fjölnir og FSU, eignuðust bikarmeistara á laugardag, fyrri degi bikarúrslita yngri flokkanna, sem fara fram í DHL-Höllinni í Frostaskjóli um þessa helgi. KR vann 10. flokk karla, Grindavík vann 10. flokk kvenna, Fjölnir vann 9. flokk karla og FSu vann Unglingaflokk karla en þetta er fyrsti titill félagsins. Gestgjafar KR eignuðust fyrstu bikarmeistarana þegar 10. flokkur karla hjá félaginu vann Breiðablik, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002323/23230401.htm[v-]47-37[slod-], í fyrsta úrslitaleik dagsins. Blikar stóðu vel í KR-liðinu framan af leik en góður sprettur KR-inga í lok fyrri hálfleiks breytti stöðunni úr 15-17 fyrir Blika í 30-19 fyrir KR sem var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik náðu KR-ingar mest 17 stiga forskoti en Blikar löguðu stöðuna í lokin. Snorri Páll Sigurðsson hjá KR var valinn maður leiksins en hann var með 12 stig, 13 fráköst og 9 stolna bolta. Davíð Birgisson var með 14 stig og 5 stoðsendingar hjá KR og Baldur Þór Ragnarsson skoraði 11 stig og stal 5 boltum. Hjá Blikum átti Hjörtur Halldórsson mjög góðan leik en hann var með 16 stig, 13 fráköst og 11 fiskaðar villur. 10. flokkur kvenna hjá Grindavík vann bikarmeistaratitilinn í sínum flokki eftir 53 stiga sigur á Hrunamönnum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002326/23260301.htm[v-]82-29[slod-]. Grindavík hafði 31 stigs forskot í hálfleik, 48-19, og höfðu mikla yfirburði í þessum leik. Alma Rut Garðarsdóttir hjá Grindavík var valin maður leiksins en hún setti á svið skotsýningu í leiknum, skoraði 37 stig á 27 mínútum og hitti úr 15 af 20 skotum sínum (75%) þar 4 af 6 þriggja stiga skotum. Lija Ósk Sigmarsdóttir var einnig mjög traust með 19 stig, 11 fráköst, 8 stolna bolta og 5 stoðsendingar og Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 16 stig, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum. Hjá Hrunamönnum var Dóra Þrándardóttir atkvæðamest með 12 stig og 6 fráköst. Fjölnir vann einnig öruggan sigur í 9. flokki karla en þeir unnu Snæfelli með 28 stigum, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002324/23240401.htm[v-]72-44[slod-]. Snæfell skoraði 5 fyrstu stigin í leiknum en Fjölnir svaraði með 25-6 spretti og var með 14 stiga forskot í hálfleik, 39-25. Fjölnir skoraði síðan fyrstu 8 stig seinni hálfleiks og eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. Haukur Pálsson sem er enn í 8. flokki var maður leiksins en hann kom inn af bekknum með 25 stig, 7 fráköst, 6 stolna bolta og 3 varin skot á aðeins 18 mínútum. Haukur nýtti 11 af 16 skotum sínum og Fjölnir vann leikinn, 48-17, meðan hann var inná. Arnþór Guðmundsson var með 15 stig fyrir Fjölni og þá var Ægir Þór Steinarsson með 10 stoðsendingar auk 6 stiga og 6 stolna bolta. Hjá Snæfelli skoraði Kristján Andrésson 19 stig og Egill Egilsson var með 8 stig, 19 fráköst, 8 stoðsendingar og 4 varin skot. FSu vann sinn fyrsta titil þegar Unglingaflokkur karla hjá félaginu vann sjö stiga sigur á heimamönnum í KR, [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002320/23200401.htm[v-]83-90[slod-], í hörkuleik. KR-ingar voru sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með 9 stigum í hálfleik, 47-38. KR-liðið hafði síðan frumvæðið allt þar til að Ragnar Gylfason tók sig til og setti niður þrjá þrista í röð og breytti stöðunni úr 68-66 fyrir KR í 68-75 fyrir FSu og lagði með því grunninn að sigrinum. Ragnar var valinn maður leiksins en hann skoraði 19 af 22 stigum sínum í seinni hálfleik þar sem að hann hitti úr 7 af 11 skotum sínum þar af 5 af 8 skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Alexander Dungal átti einnig mjög góðan leik fyrir FSU og var með 21 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar og þá var Vésteinn Sveinsson með 16 stig og 8 stoðsendingar, Hörður Hreiðarsson gerði 10 stig og náði 6 boltum og þá var Árni Ragnarsson með 6 varin skot auk 9 stiga. Hjá KR Brynjar Þór Björnsson langatkvæðamestur með 41 stig, 10 fiskaðar villur, 9 fráköst og 4 stoðsendingar. Það má finna yfirlit yfir bikarúrslitaleiki yngri flokkanna í nútíð og fortíð undir greinum hér á KKÍ-síðunni eða með því að ýta [v+]http://www.kki.is/greinar.asp?adgerd=ein&id=166[v-]hér[slod-].