21 feb. 2006Breiðabliksvefurinn hefur verið valinn körfuboltavefur janúar mánaðar. Eggert Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks fékk bikar þessu til viðurkenningar afhentan í dag. Breiðabliksvefurinn hefur verið í mikilli sókn að undanförnu. Fréttir hafa verið örar og yngri flokka starfinu hafa verið gerð góð skil. Þá hafa Blikar haldið áfram að sýna heimaleiki sína í beinni útsendingu á vefnum sínum eins og undanfarin ár og hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir. kki.is óska Breiðabliksmönnum til hamingju með viðurkenninguna og góðan vef.
Breiðabliksvefurinn bestur í janúar
21 feb. 2006Breiðabliksvefurinn hefur verið valinn körfuboltavefur janúar mánaðar. Eggert Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks fékk bikar þessu til viðurkenningar afhentan í dag. Breiðabliksvefurinn hefur verið í mikilli sókn að undanförnu. Fréttir hafa verið örar og yngri flokka starfinu hafa verið gerð góð skil. Þá hafa Blikar haldið áfram að sýna heimaleiki sína í beinni útsendingu á vefnum sínum eins og undanfarin ár og hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir. kki.is óska Breiðabliksmönnum til hamingju með viðurkenninguna og góðan vef.