20 feb. 2006Carpisa Napólí varð í dag ítalskur bikarmeistari með naumum sigri á Lottomatica Roma í úrslitaleiknum, 85-83 í framlengdum leik.. Jón Arnór skoraði 9 stig og tók 7 fráköst á 35 mínútum. Óskum Jóni Arnóri innilega til hamingju með árangurinn! Jón Arnór var atkvæðamilkill í upphafi, skoraði 6 af 9 fyrstu stigum Napólí en liðið komst í 9-2. Leikurinn var þó fljótlega jafn og var staðan 24-22 eftir fyrsta leikhluta. Roma náði yfirhöndinni í öðrum leikhluta og leiddi 6 stigum í hálfleik, 41-47 og eftir þriðja leikhluta 61-55. Það leit allt út fyrir sigur Rómverja þegar þeir náðu 11 stiga forskot í fjórða leikhluta, 72-61. Þá kom frábær kafli hjá Napólí þar sem þeir jöfnuðu leikinn í 72-72 lok leiksins. Leikurinn var síðan framlengdur og sigruðu Napólímenn leikinn á æsispennandi lokamínútum framlengingurnar, sætur bikartitill í hús hjá Napólí 85-83. Af [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=185775[v-]vef KR[slod-] þar sem frekari fréttir af Jóni Arnóri er að finna.
Jón Arnór bikarmeistari með Napólí
20 feb. 2006Carpisa Napólí varð í dag ítalskur bikarmeistari með naumum sigri á Lottomatica Roma í úrslitaleiknum, 85-83 í framlengdum leik.. Jón Arnór skoraði 9 stig og tók 7 fráköst á 35 mínútum. Óskum Jóni Arnóri innilega til hamingju með árangurinn! Jón Arnór var atkvæðamilkill í upphafi, skoraði 6 af 9 fyrstu stigum Napólí en liðið komst í 9-2. Leikurinn var þó fljótlega jafn og var staðan 24-22 eftir fyrsta leikhluta. Roma náði yfirhöndinni í öðrum leikhluta og leiddi 6 stigum í hálfleik, 41-47 og eftir þriðja leikhluta 61-55. Það leit allt út fyrir sigur Rómverja þegar þeir náðu 11 stiga forskot í fjórða leikhluta, 72-61. Þá kom frábær kafli hjá Napólí þar sem þeir jöfnuðu leikinn í 72-72 lok leiksins. Leikurinn var síðan framlengdur og sigruðu Napólímenn leikinn á æsispennandi lokamínútum framlengingurnar, sætur bikartitill í hús hjá Napólí 85-83. Af [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=185775[v-]vef KR[slod-] þar sem frekari fréttir af Jóni Arnóri er að finna.