18 feb. 2006Lið ÍS varð bikarmeistari í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar er þær unnu lið UMFG 73-88 í skemmtilegum leik. Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 34-35 fyrir ÍS sem nái forystu í þriðja leikhluta og gerði síðan út um leikinn á lokamínutum hans. Stigahæstar í liði ÍS voru þær Maria Conlon sem skoraði 25 stig (öll í síðari hálfleik) og 14 stoðsendingar og Signý Hermannsdóttir með 23 stig og 20 fráköst. Jerica Watson var stiga hæst í liði Grindavíkur með 26 stig og 14 fráköst og Hildur Sigurðardóttir með 19 stig og 10 fráköst. [v+]http://www.isisport.is/isi/urslit/kki/2006/00002238/22380401.htm[v-]Tölfræði leiksins[slod-].