16 feb. 2006Stigaæði hefur runnið á menn um allan heim eftir að Kobe Bryant skoraði 81 stig fyrir LA Lakers á dögunum. Stúlka nokkur í menntaskóla í Bandaríkjunum skoraði stuttu síðar 113 stig í leik og nú hefur Króati nokkur, Mataj Kuna, leikið þann leik eftir í króatísku 2. deildinni. Kuna, sem er 21 árs, skoraði stigin 113 í leik með liði sínu Belisce gegn Pozega, en fyrrnefnda liðið vann 159-77 sigur í leiknum. Kuna setti niður 43 stig í fyrri hálfleik og í þeim síðari fóru félagar hans að mata hann með sendingum þegar þeim varð ljóst að stigamet var í uppsiglingu. Rúmlega helming stiga sinna gerði Kuna úr þriggja stiga skotum, en hann setti niður 20 þrista í leiknum. Fyrra metið átti goðsögnin sáluga, Drazen Petrovic, en hann skoraði 112 stig í leik í gömlu júgóslavnesku deildinni. Matej Kuna var að vonum ánægur með sinn hlut, en sagðist fyrst og fremst stefna að því að útskrifast úr háskóla í framtíðinni. Ekki er ólíklegt að stóru liðin vilja krækja í kappann eftir þetta afrek, en kappinn hefur alla vega náð athygli stóru félaganna. Í kjölfar þessa skyndilega stigaæðis hafa vaknað spurningar um siðferðið á bak við svona ofurskor, þá sérstaklega hjá börnum og unglingum. Sýnist þar sitt hverjum og er hér áreiðanlega um að ræða efni í heilt málþing. Sjá nánar á [v+]http://www.fibaeurope.com/coid_2EJ36OTCGvIYmOyoTa0mg2.articleMode_on.html[v-]vef FIBA Europe[slod-].