16 feb. 2006Marsibil Sæmundsdóttir frambjóðandi Framsóknarflokksins sigraði í skotkeppni borgarstjórnarframbjóðenda, sem haldin var í Laugardalshöll í dag í tengslum við blaðamannafund vegna úrslitaleikjanna í bikarkeppni KKÍ & Lýsingar sem fram fara á laugardag. Marsibil mætti í stað Björn Inga Hrafnsson oddvita flokksins, sem var veikur. Öðrum frambjóðendum, þeim Degi B. Eggertssyni, Margréti Sverrisdóttur, Svandísi Svarsdóttur og Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni tókst ekki að hitta í körfuna og hreppti Marsibil því 100 þúsund krónur sem Lýsing gaf af þessu tilefni. Marsibil ánafnaði Neistanum, Styrktarfélagi hjartveikra barna, peningunum. Sjá fleiri [v+]skjol/Borgarstjoraskot_Lysingar_2006.mht[v-]myndir[slod-] frá skotkeppninni.