16 feb. 2006Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir mætast í Laugardalshöll í dag kl. 13:30 og munu reyna að slá hvort annað út í skotkeppni með körfubolta. Sá sem vinnur tekur borgina. Og þó. Þeir sem hitta boltanum í körfuna frá þriggja stiga línunni munu fá 100.000 krónur frá Lýsingu hf., sem renna síðan óskertar til þeirra málefna sem frambjóðendurnir vilja styrkja. Tilefni keppninnar er að á laugardag verður leikið til úrslita um Lýsingarbikarinn í körfubolta karla og kvenna. Í kvennaflokki mætast Grindavík og ÍS á laugardaginn kl. 14:00 í Laugardalshöll. Síðar sama dag eða kl. 16:00 mætast sveinar Grindavíkur og Keflavíkur og keppa til úrslita. Milli leikhluta munu fjórir heppnir áhorfendur fá að spreyta sig á að hitta boltanum frá miðju vallarins og eiga þess kost að vinna sér inn 100.000 krónur. Heppnir áhorfendur þurfa þó ekki að láta féð að hendi rakna til góðgerðarstarfsemi, nema viðkomandi kjósi það sjálfur. Þegar stjórnmálamennirnir mætast í dag munu þeir hver um sig fá tvær tilraunir til að hitta boltanum í körfuna frá þriggja stiga línunni. Hitti einhver þeirra ofan í körfuna mun Lýsing leggja þeim til 100.000 kr. til að styðja við góðgerðastarf að þeirra eigin vali. Spennandi verður að fylgjast með tilburðum þessa fólks á körfuboltavellinum en það öll eiga þau það sameiginlegt að vilja hitta í mark hjá kjósendum í vor. Eins og áður segir er það þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir sem mæta fyrir hönd flokkana, en Margrét kemur í stað Ólafs F. Magnússonar sem er staddur erlendis. Svo virðist sem stjórnmálamennirnir taki þessa fyrstu viðureign sína nokkuð alvarlega. Njósnir hafa borist af því að Vilhjálmur hafi æft stíft undanfarna daga í ónefndu íþróttahúsi í Breiðholti. Dagur hefur víst sótt varnarnámskeið hjá Pétri Guðmundssyni, fyrrum LA Lakers stjörnu. Þessar fregnir renna stoðum undir það að þeir tveir muni etja kappi í svokölluðum „götubolta“ þar sem allt er leyfilegt... Um málefni stjórnmálamannanna: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík (Málefni: Umhyggja, styrktarfélag langveikra barna) Vilhjálmur vill styrkja Umhyggju en hann hafi nýlega heimsótt samtökin og segir að sú heimsókn hafi haft mikil áhrif á sig. Vilhjálmur hyggst gera sitt besta til að hitta í körfuna en það séu komin ansi mörg ár síðan hann hafi æft körfubolta síðast. Það hafi hann gert á meðan hann dvaldist sem skiptinemi í Kansas City, Missouri á árunum 1962 og 1963. Raunar hafi hann einmitt verið á körfuboltaæfingu þegar tilkynnt var í kallkerfi skólans að John F. Kennedy hefði verið skotinn. Margrét Sverrisdóttir, skipar annað sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík (Málefni: Þroskahjálp) Margrét var um árabil í sjálboðliðastarfi með þroskaheftum og því eru málefni þess hóps henni sérstaklega hugleikin. Margrét segir að þar hafi hún kynnst fjölda yndislegra einstaklinga og að í raun megi segja að í dag séu þroskaheftir meirihluti vina hennar. Margrét segist ekki munu mæta í dragt í Laugardagshöllina enda eigi hún enga slíka. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík (Málefni: Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna) Um ástæður þess að hann vilji styrkja Neistann, segir Björn Ingi að um sé að ræða félagskap sem hann viti að þurfi nauðsynlega á auknum stuðningi að halda. Það sé auðvitað mjög alvarlegt mál fyrir lítil börn að fæðast með hjartagalla, svo ekki sé talað um fjölskylduna alla. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Reykjavík (Málefni: Daufblindrafélag Íslands) Svandís, sem er ný á sviðinu í borgarmálunum, kynntist baráttu heyrnarlausra í fyrra starfi sínu hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Hún telur að tryggja þurfi rétt allra til að tjá sig á sínu eigin tungumáli og velur því að styrkja Daufblindrafélag Íslands. Daufblindir eru með það sem kallað er samsett fötlun, þeir stríða bæði við heyrnarleysi og blindu. Þetta er lítill hópur, en að sögn Svandísar er tími til kominn að vekja athygli samfélagsins á aðstæðum þeirra. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Þegar þessi fréttatilkynning var skrifuð vantaði enn upplýsingar um hvaða málefni Dagur B. hyggist styrkja með 100.000 króna framlagi, hitti hann í körfuna í dag.
Átökin um borgina hefjast í dag
16 feb. 2006Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir mætast í Laugardalshöll í dag kl. 13:30 og munu reyna að slá hvort annað út í skotkeppni með körfubolta. Sá sem vinnur tekur borgina. Og þó. Þeir sem hitta boltanum í körfuna frá þriggja stiga línunni munu fá 100.000 krónur frá Lýsingu hf., sem renna síðan óskertar til þeirra málefna sem frambjóðendurnir vilja styrkja. Tilefni keppninnar er að á laugardag verður leikið til úrslita um Lýsingarbikarinn í körfubolta karla og kvenna. Í kvennaflokki mætast Grindavík og ÍS á laugardaginn kl. 14:00 í Laugardalshöll. Síðar sama dag eða kl. 16:00 mætast sveinar Grindavíkur og Keflavíkur og keppa til úrslita. Milli leikhluta munu fjórir heppnir áhorfendur fá að spreyta sig á að hitta boltanum frá miðju vallarins og eiga þess kost að vinna sér inn 100.000 krónur. Heppnir áhorfendur þurfa þó ekki að láta féð að hendi rakna til góðgerðarstarfsemi, nema viðkomandi kjósi það sjálfur. Þegar stjórnmálamennirnir mætast í dag munu þeir hver um sig fá tvær tilraunir til að hitta boltanum í körfuna frá þriggja stiga línunni. Hitti einhver þeirra ofan í körfuna mun Lýsing leggja þeim til 100.000 kr. til að styðja við góðgerðastarf að þeirra eigin vali. Spennandi verður að fylgjast með tilburðum þessa fólks á körfuboltavellinum en það öll eiga þau það sameiginlegt að vilja hitta í mark hjá kjósendum í vor. Eins og áður segir er það þau Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Margrét Sverrisdóttir sem mæta fyrir hönd flokkana, en Margrét kemur í stað Ólafs F. Magnússonar sem er staddur erlendis. Svo virðist sem stjórnmálamennirnir taki þessa fyrstu viðureign sína nokkuð alvarlega. Njósnir hafa borist af því að Vilhjálmur hafi æft stíft undanfarna daga í ónefndu íþróttahúsi í Breiðholti. Dagur hefur víst sótt varnarnámskeið hjá Pétri Guðmundssyni, fyrrum LA Lakers stjörnu. Þessar fregnir renna stoðum undir það að þeir tveir muni etja kappi í svokölluðum „götubolta“ þar sem allt er leyfilegt... Um málefni stjórnmálamannanna: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík (Málefni: Umhyggja, styrktarfélag langveikra barna) Vilhjálmur vill styrkja Umhyggju en hann hafi nýlega heimsótt samtökin og segir að sú heimsókn hafi haft mikil áhrif á sig. Vilhjálmur hyggst gera sitt besta til að hitta í körfuna en það séu komin ansi mörg ár síðan hann hafi æft körfubolta síðast. Það hafi hann gert á meðan hann dvaldist sem skiptinemi í Kansas City, Missouri á árunum 1962 og 1963. Raunar hafi hann einmitt verið á körfuboltaæfingu þegar tilkynnt var í kallkerfi skólans að John F. Kennedy hefði verið skotinn. Margrét Sverrisdóttir, skipar annað sæti á lista Frjálslynda flokksins í Reykjavík (Málefni: Þroskahjálp) Margrét var um árabil í sjálboðliðastarfi með þroskaheftum og því eru málefni þess hóps henni sérstaklega hugleikin. Margrét segir að þar hafi hún kynnst fjölda yndislegra einstaklinga og að í raun megi segja að í dag séu þroskaheftir meirihluti vina hennar. Margrét segist ekki munu mæta í dragt í Laugardagshöllina enda eigi hún enga slíka. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík (Málefni: Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna) Um ástæður þess að hann vilji styrkja Neistann, segir Björn Ingi að um sé að ræða félagskap sem hann viti að þurfi nauðsynlega á auknum stuðningi að halda. Það sé auðvitað mjög alvarlegt mál fyrir lítil börn að fæðast með hjartagalla, svo ekki sé talað um fjölskylduna alla. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Reykjavík (Málefni: Daufblindrafélag Íslands) Svandís, sem er ný á sviðinu í borgarmálunum, kynntist baráttu heyrnarlausra í fyrra starfi sínu hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra. Hún telur að tryggja þurfi rétt allra til að tjá sig á sínu eigin tungumáli og velur því að styrkja Daufblindrafélag Íslands. Daufblindir eru með það sem kallað er samsett fötlun, þeir stríða bæði við heyrnarleysi og blindu. Þetta er lítill hópur, en að sögn Svandísar er tími til kominn að vekja athygli samfélagsins á aðstæðum þeirra. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Þegar þessi fréttatilkynning var skrifuð vantaði enn upplýsingar um hvaða málefni Dagur B. hyggist styrkja með 100.000 króna framlagi, hitti hann í körfuna í dag.