15 feb. 2006Aganefnd KKÍ hefur dæmt Bergvin Ólafarson leikmann ÍG í 2. deild í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Hvíta riddarans og ÍG um sl. helgi. Bannið tekur gildi frá og með hádegi á föstudaginn. Vlad Boeriu leikmaður Keflavíkur í Iceland Express-deildinni var einnig kærður til aganefndar vegna brottvísunar í lok leiks Keflavíkur og Hauka sl. sunnudag. Í skýrslu sinni taldi dómari að um of harðan dóm hefði verið að ræða og því dæmdi aganefnd leikmanninn ekki til refsingar að þessu sinni.
Einn í bann en annar slapp
15 feb. 2006Aganefnd KKÍ hefur dæmt Bergvin Ólafarson leikmann ÍG í 2. deild í eins leiks bann vegna brottvísunar sem hann hlaut í leik Hvíta riddarans og ÍG um sl. helgi. Bannið tekur gildi frá og með hádegi á föstudaginn. Vlad Boeriu leikmaður Keflavíkur í Iceland Express-deildinni var einnig kærður til aganefndar vegna brottvísunar í lok leiks Keflavíkur og Hauka sl. sunnudag. Í skýrslu sinni taldi dómari að um of harðan dóm hefði verið að ræða og því dæmdi aganefnd leikmanninn ekki til refsingar að þessu sinni.