15 feb. 2006Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest dóm dómstóls KKÍ í máli því sem Hamar/Selfoss höfðaði gegn Keflavík vegna ólöglegs leilkmanns í í leik liðanna í Iceland Express-deild karla í janúar sl. Dómstóllinn dæmdi Keflavík leikinn tapaðan, þar sem Guðjón Skúlason leikmaður Keflavíkur hafði ekki haft leikheimild í leiknum. Keflavík áfrýjaði dómnum og taldi að Guðjón hefði ekki haft áhrif á úrslit leiksins þar sem hann kom ekki inná í leiknum og hefði því í raun ekki verið þátttakandi í leiknum. Í dómnum segir ma.: Að mati dómsins telst leikmaður meðal þátttakenda í leik um leið og nafn hans hefur verið skráð á leikskýrslu burt séð frá því hvort hann fari inn á leikvöllinn eða ekki. Hann getur með nærveru sinn haft áhrif á leikinn en þennan skilning má m.a. draga af því að leikmaður sem er í leikbanni má ekki vera á varamannabekk meðan á leik stendur. Að þessu sögðu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.
Áfrýjunardómstóllinn staðfesti fyrri dóm
15 feb. 2006Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest dóm dómstóls KKÍ í máli því sem Hamar/Selfoss höfðaði gegn Keflavík vegna ólöglegs leilkmanns í í leik liðanna í Iceland Express-deild karla í janúar sl. Dómstóllinn dæmdi Keflavík leikinn tapaðan, þar sem Guðjón Skúlason leikmaður Keflavíkur hafði ekki haft leikheimild í leiknum. Keflavík áfrýjaði dómnum og taldi að Guðjón hefði ekki haft áhrif á úrslit leiksins þar sem hann kom ekki inná í leiknum og hefði því í raun ekki verið þátttakandi í leiknum. Í dómnum segir ma.: Að mati dómsins telst leikmaður meðal þátttakenda í leik um leið og nafn hans hefur verið skráð á leikskýrslu burt séð frá því hvort hann fari inn á leikvöllinn eða ekki. Hann getur með nærveru sinn haft áhrif á leikinn en þennan skilning má m.a. draga af því að leikmaður sem er í leikbanni má ekki vera á varamannabekk meðan á leik stendur. Að þessu sögðu og með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.