11 feb. 2006Dregið var í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða í Madrid fyrir stundu og lenti Íslenska karlalandsliðið í C-riðli og kvennalandsliðið í A-riðli Mótherjar karlalandsliðsins í C-riðli verða: Austurríki Georgía Finnland Luxembourg Mótherjar kvennalandsliðsins í A-riðli verða: Noregur Holland Írland Leikinir fara fram haustið 2006 og haustið 2007 Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla, var nokkuð sáttur við mótherjana og telur íslenska liðið eiga ágæta möguleika á að vinna sér rétt til að keppa um sæti í A-deild. “Alveg sama hverjir mótherjarnir eru þá tel ég okkur eiga þokkalega möguleika á að komast í A-deild. Undirbúningur hjá okkur hefst strax að lokinni úrslitakepninni í Iceland Express deildinni og stendur fram eftir sumri. Norðurlandamótið í Finnlandi í byrjun ágúst er á góðum tíma til að undirbúa liðið fyrir leiki haustsins, sem ætti að nýtast okkur vel.” Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari kvenna, telur íslenska liðið lenda í ívið sterkari riðli en möguleikar liðsins séu ágætir. “Liðið mun mæta í hvern leik með því hugarfari að vinna og með góðri samstöðu og mikilli baráttu eigum við ágæta möguleika.”
Dregið í Evrópukeppnum landsliða
11 feb. 2006Dregið var í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða í Madrid fyrir stundu og lenti Íslenska karlalandsliðið í C-riðli og kvennalandsliðið í A-riðli Mótherjar karlalandsliðsins í C-riðli verða: Austurríki Georgía Finnland Luxembourg Mótherjar kvennalandsliðsins í A-riðli verða: Noregur Holland Írland Leikinir fara fram haustið 2006 og haustið 2007 Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla, var nokkuð sáttur við mótherjana og telur íslenska liðið eiga ágæta möguleika á að vinna sér rétt til að keppa um sæti í A-deild. “Alveg sama hverjir mótherjarnir eru þá tel ég okkur eiga þokkalega möguleika á að komast í A-deild. Undirbúningur hjá okkur hefst strax að lokinni úrslitakepninni í Iceland Express deildinni og stendur fram eftir sumri. Norðurlandamótið í Finnlandi í byrjun ágúst er á góðum tíma til að undirbúa liðið fyrir leiki haustsins, sem ætti að nýtast okkur vel.” Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari kvenna, telur íslenska liðið lenda í ívið sterkari riðli en möguleikar liðsins séu ágætir. “Liðið mun mæta í hvern leik með því hugarfari að vinna og með góðri samstöðu og mikilli baráttu eigum við ágæta möguleika.”