10 feb. 2006Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á íþróttaþingi sem fram fer eftir nokkrar vikur. Hann er annar frambjóðandinn sem lýsir yfir framboði sínu, hinn er Sigríður Jónsdóttir, varaformaður ÍSÍ. Núverandi forseti, Ellert B. Schram, tilkynnti á síðasta þingi að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri á þessu ári. Ólafur sendi frá sér tilkynningu vegna framboðsins í hádeginu, þar segir m.a.: „Undirritaður hefur að vel íhuguðu máli, og á grundvelli fjölda áskorana, ákveðið að gefa kost á sér til kjörs forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi 2006. Ég hef verið virkur meðlimur í íþróttahreyfingunni frá barns aldri, fyrst sem leikmaður í ýmsum íþróttagreinum, þ.m.t. með landsliði Íslands í körfuknattleik, síðar sem þjálfari í flestum aldursflokkum í körfuknattleik, þ.m.t. meistaraflokki karla og kvenna, og síðast við stjórnarstörf á vettvangi íþróttafélags og sérsambands. Undanfarin 16 ár hef ég átt sæti í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, þar af síðustu 10 árin sem formaður. Jafnframt sit ég eins og er í stjórn og fjárhagsnefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, svo og í áfrýjunarnefnd Alþjóða körfuknattleikssambandsins. Undirritaður hefur gegnt ýmsum formlegum og óformlegum trúnaðarstörfum innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ég er kvæntur Gerði Guðjónsdóttur löggiltum endurskoðanda, og eigum við þrjú börn. Ég hef starfað sem lögmaður í hálfan annan áratug, og rek eigin lögmannsstofu, Lögmenn Hafnarfirði ehf., í félagi við þrjá aðra eigendur.“
Ólafur Rafnsson í framboð til forseta ÍSÍ
10 feb. 2006Ólafur Rafnsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á íþróttaþingi sem fram fer eftir nokkrar vikur. Hann er annar frambjóðandinn sem lýsir yfir framboði sínu, hinn er Sigríður Jónsdóttir, varaformaður ÍSÍ. Núverandi forseti, Ellert B. Schram, tilkynnti á síðasta þingi að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri á þessu ári. Ólafur sendi frá sér tilkynningu vegna framboðsins í hádeginu, þar segir m.a.: „Undirritaður hefur að vel íhuguðu máli, og á grundvelli fjölda áskorana, ákveðið að gefa kost á sér til kjörs forseta Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á Íþróttaþingi 2006. Ég hef verið virkur meðlimur í íþróttahreyfingunni frá barns aldri, fyrst sem leikmaður í ýmsum íþróttagreinum, þ.m.t. með landsliði Íslands í körfuknattleik, síðar sem þjálfari í flestum aldursflokkum í körfuknattleik, þ.m.t. meistaraflokki karla og kvenna, og síðast við stjórnarstörf á vettvangi íþróttafélags og sérsambands. Undanfarin 16 ár hef ég átt sæti í stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, þar af síðustu 10 árin sem formaður. Jafnframt sit ég eins og er í stjórn og fjárhagsnefnd Evrópska körfuknattleikssambandsins, svo og í áfrýjunarnefnd Alþjóða körfuknattleikssambandsins. Undirritaður hefur gegnt ýmsum formlegum og óformlegum trúnaðarstörfum innan vébanda Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Ég er kvæntur Gerði Guðjónsdóttur löggiltum endurskoðanda, og eigum við þrjú börn. Ég hef starfað sem lögmaður í hálfan annan áratug, og rek eigin lögmannsstofu, Lögmenn Hafnarfirði ehf., í félagi við þrjá aðra eigendur.“