9 feb. 2006Í síðasta pistli opnaði ég umræðu um rekstrarforsendur íþróttahreyfingarinnar á Íslandi undir yfirskriftinni “íþróttarekstur”, þar sem samanburður var gerður á forsendum markmiða íslenskrar íþróttahreyfingar við rekstrarumhverfi fyrirtækja í viðskiptalífinu. Að þessu sinni er ætlunin að færa umfjöllunina út fyrir landsteinana þar sem samruni markmiða íþrótta og viðskiptalífs hefur orðið meiri, og þar e.t.v. meira viðeigandi í sumum tilvikum að fjalla um “rekstraríþróttir”. Það er að verða viðurkennd staðreynd að víða erlendis þykja markmið reksturs íþróttafélaga í mörgum tilvikum nær markmiðum fjárfesta en Ólympíuhugsjónarinnar. Nefna má sem dæmi innreið fjárfesta í eignarhald knattspyrnufélaga í Englandi. Vissulega má segja að íþróttalegum árangri fylgi meiri athygli og þar með tekjur, en engu að síður má einnig finna merki þess að ef valið stæði milli fjárhagshagnaðar eða íþróttalegs árangurs þá kynni Mammon að ráða vali. Var David Beckham frekar seldur sem vörumerki en afreksmaður frá Manchester United til Real Madrid? Fyrir 6-7 árum síðan tóku aðstandendur nokkurra stærstu félagsliða Ítalíu, Spánar og Frakklands, í körfuknattleik sig saman og drógu sig út úr keppni meistaradeildarinnar sem [v+]http://www.fiba.com[v-] FIBA [slod-] hafði byggt upp með góðum árangri á árunum þar á undan, og stofnuðu sína eigin Evrópudeild undir merkjum [v+]http://www.uleb.com/[v-]ULEB[slod-]. Ástæðan var einkum óánægja með tekjuskiptingu – þeim fannst of mikið renna til uppbyggingarstarfs hreyfingarinnar. Nú er staðan sú að keppni félagsliða í álfunni er klofin og stórsködduð – hefðbundna körfuknattleikshreyfingin hefur orðið af nauðsynlegum fjármunum til uppbyggingar grasrótarinnar, og ULEB skortir verulega úrræði við þróun reglukerfis, dómara o.s.frv., og þurfa að treysta á að sækja sér unga leikmenn til grasrótar þess áhugamannakerfis sem þeir skildu eftir í sárum. Í raun var hér um að ræða alvarlegt arðrán skammtímahagsmuna tiltekinna fjárfesta og eiginhagsmunaaðila. Þetta kerfi stendur á brauðfótum, ekki síst þar sem verulega skortir á samfélagslegan og pólitískan stuðning. Slíkt fælir öfluga auglýsendur frá, og takmarkar langtímasamninga. En á sama tíma blæðir hefðbundna körfuknattleikshreyfingin fyrir fjárskortinn. Ómögulegt er að spá um hver þróun eða niðurstaða verður, en miklar viðræður hafa átt sér stað á undanförnum árum - með misjöfnum árangri. Hefur undirritaður verið þátttakandi í þeirri umræðu innan stjórnar evrópska körfuknattleikssambandsins. Veit ég að aðilar innan knattspyrnuhreyfingarinnar fylgjast vel með þessum málum, því ósjaldan hefur skapast orðrómur um hinn svonefnda [v+]http://www.g14.com/G14accueil/index.asp[v-]G14 hóp[slod-] stærstu félagsliða Evrópu. Líklega hefur þróunin innan ULEB undanfarið fremur fælt félögin frá aðgerðum, auk þess að fjárhagslegur styrkur knattspyrnuhreyfingarinnar hefur getað haldið félögunum í núverandi fyrirkomulagi. Í Bandaríkjunum er að finna nokkuð athyglisvert samhengi fyrirtækjareksturs NBA deildarinnar við grasrótarkerfi háskólakörfuboltans. Virðist það dæmi ganga furðuvel upp í þessu landi tækifæranna. NBA liðin eru í sjálfu sér lítið annað en fyrirtæki sem byggja á sérleyfi (“franchise”) deildarinnar, á sama tíma og NCAA háskóladeildin útilokar allar launagreiðslur til leikmanna, og gerir jafnvel kröfur um námsárangur þeirra. Talið er að NCAA sé ein af stærstu íþróttaeiningum í heimi að því er varðar fjárhagslega veltu – og er það út af fyrir sig merkileg staðreynd í ljósi umfjöllunar pistils nýlega um ofurlaun leikmanna. Fjármunirnir eru nýttir óskertir til uppbyggingar og þróunar – og afleiðingin er rjóminn af einni vinsælustu íþróttagrein í heimi. En almennt vil ég ítreka aðvörunarorð mín um ofuráherslu fjárhagslegs ávinnings umfram íþróttalegan árangur. Tökum öfgakennt dæmi. Segjum sem svo að fjárfestar hefðu keypt íslenska landsliðið í handknattleik, og í stað þess að tefla fram þjóðarstolti í hverri stórkeppninni á fætur annarri þá myndu “eigendur” liðsins kjósa á sama tíma að láta eftir sæti sitt til að taka þátt í boðsmóti á Arabíuskaga vegna 50 milljóna króna þátttökugreiðslu þarlendra olíufursta. Myndi þjóðin sætta sig við það? Varla. Ólafur Rafnsson, Formaður KKÍ.
Formannspistill - Rekstraríþróttir
9 feb. 2006Í síðasta pistli opnaði ég umræðu um rekstrarforsendur íþróttahreyfingarinnar á Íslandi undir yfirskriftinni “íþróttarekstur”, þar sem samanburður var gerður á forsendum markmiða íslenskrar íþróttahreyfingar við rekstrarumhverfi fyrirtækja í viðskiptalífinu. Að þessu sinni er ætlunin að færa umfjöllunina út fyrir landsteinana þar sem samruni markmiða íþrótta og viðskiptalífs hefur orðið meiri, og þar e.t.v. meira viðeigandi í sumum tilvikum að fjalla um “rekstraríþróttir”. Það er að verða viðurkennd staðreynd að víða erlendis þykja markmið reksturs íþróttafélaga í mörgum tilvikum nær markmiðum fjárfesta en Ólympíuhugsjónarinnar. Nefna má sem dæmi innreið fjárfesta í eignarhald knattspyrnufélaga í Englandi. Vissulega má segja að íþróttalegum árangri fylgi meiri athygli og þar með tekjur, en engu að síður má einnig finna merki þess að ef valið stæði milli fjárhagshagnaðar eða íþróttalegs árangurs þá kynni Mammon að ráða vali. Var David Beckham frekar seldur sem vörumerki en afreksmaður frá Manchester United til Real Madrid? Fyrir 6-7 árum síðan tóku aðstandendur nokkurra stærstu félagsliða Ítalíu, Spánar og Frakklands, í körfuknattleik sig saman og drógu sig út úr keppni meistaradeildarinnar sem [v+]http://www.fiba.com[v-] FIBA [slod-] hafði byggt upp með góðum árangri á árunum þar á undan, og stofnuðu sína eigin Evrópudeild undir merkjum [v+]http://www.uleb.com/[v-]ULEB[slod-]. Ástæðan var einkum óánægja með tekjuskiptingu – þeim fannst of mikið renna til uppbyggingarstarfs hreyfingarinnar. Nú er staðan sú að keppni félagsliða í álfunni er klofin og stórsködduð – hefðbundna körfuknattleikshreyfingin hefur orðið af nauðsynlegum fjármunum til uppbyggingar grasrótarinnar, og ULEB skortir verulega úrræði við þróun reglukerfis, dómara o.s.frv., og þurfa að treysta á að sækja sér unga leikmenn til grasrótar þess áhugamannakerfis sem þeir skildu eftir í sárum. Í raun var hér um að ræða alvarlegt arðrán skammtímahagsmuna tiltekinna fjárfesta og eiginhagsmunaaðila. Þetta kerfi stendur á brauðfótum, ekki síst þar sem verulega skortir á samfélagslegan og pólitískan stuðning. Slíkt fælir öfluga auglýsendur frá, og takmarkar langtímasamninga. En á sama tíma blæðir hefðbundna körfuknattleikshreyfingin fyrir fjárskortinn. Ómögulegt er að spá um hver þróun eða niðurstaða verður, en miklar viðræður hafa átt sér stað á undanförnum árum - með misjöfnum árangri. Hefur undirritaður verið þátttakandi í þeirri umræðu innan stjórnar evrópska körfuknattleikssambandsins. Veit ég að aðilar innan knattspyrnuhreyfingarinnar fylgjast vel með þessum málum, því ósjaldan hefur skapast orðrómur um hinn svonefnda [v+]http://www.g14.com/G14accueil/index.asp[v-]G14 hóp[slod-] stærstu félagsliða Evrópu. Líklega hefur þróunin innan ULEB undanfarið fremur fælt félögin frá aðgerðum, auk þess að fjárhagslegur styrkur knattspyrnuhreyfingarinnar hefur getað haldið félögunum í núverandi fyrirkomulagi. Í Bandaríkjunum er að finna nokkuð athyglisvert samhengi fyrirtækjareksturs NBA deildarinnar við grasrótarkerfi háskólakörfuboltans. Virðist það dæmi ganga furðuvel upp í þessu landi tækifæranna. NBA liðin eru í sjálfu sér lítið annað en fyrirtæki sem byggja á sérleyfi (“franchise”) deildarinnar, á sama tíma og NCAA háskóladeildin útilokar allar launagreiðslur til leikmanna, og gerir jafnvel kröfur um námsárangur þeirra. Talið er að NCAA sé ein af stærstu íþróttaeiningum í heimi að því er varðar fjárhagslega veltu – og er það út af fyrir sig merkileg staðreynd í ljósi umfjöllunar pistils nýlega um ofurlaun leikmanna. Fjármunirnir eru nýttir óskertir til uppbyggingar og þróunar – og afleiðingin er rjóminn af einni vinsælustu íþróttagrein í heimi. En almennt vil ég ítreka aðvörunarorð mín um ofuráherslu fjárhagslegs ávinnings umfram íþróttalegan árangur. Tökum öfgakennt dæmi. Segjum sem svo að fjárfestar hefðu keypt íslenska landsliðið í handknattleik, og í stað þess að tefla fram þjóðarstolti í hverri stórkeppninni á fætur annarri þá myndu “eigendur” liðsins kjósa á sama tíma að láta eftir sæti sitt til að taka þátt í boðsmóti á Arabíuskaga vegna 50 milljóna króna þátttökugreiðslu þarlendra olíufursta. Myndi þjóðin sætta sig við það? Varla. Ólafur Rafnsson, Formaður KKÍ.