8 feb. 2006Met var sett í fjölda innlita á vef KKÍ (kki.is) nú í nýliðnum janúar mánuði þegar fjöldinn fór í 62.000. Það er besti mánuðurinn í sögu vefjarins. Þá var kki.is í 5. sæti yfir hástökkvara vikunnar í 4. viku ársins (23.-29. janúar sl.) með 116,2% aukningu á fjölda notenda. Þessar tölur og margar fleiri koma fram í samræmdri vefmælingu Modernus, en kki.is hefur tekið þátt í mælingunni frá því október sl. Auk þess að setja met í janúar var besta vikan hingað til 4. vika ársins með 18.567 innlit sem skilaði vefnum í 28. sæti á lista Modernus. Þá var 27. janúar stærsti dagurinn á vefnum hingað til með 5.528 innlit. Fjöldi innlita á kki.is frá því að vefurinn var skráður í samræmda vefmælingu Modernus hefur verið jafn og stígandi, ef desember er undanskilinn. Í október var fjöldi innlita 43.808, í nóvember 55.049 og í desember 41.244. Janúar sl. sló síðan öll met með 61.929 innlit.
KKÍ á Modernus - Met í janúar
8 feb. 2006Met var sett í fjölda innlita á vef KKÍ (kki.is) nú í nýliðnum janúar mánuði þegar fjöldinn fór í 62.000. Það er besti mánuðurinn í sögu vefjarins. Þá var kki.is í 5. sæti yfir hástökkvara vikunnar í 4. viku ársins (23.-29. janúar sl.) með 116,2% aukningu á fjölda notenda. Þessar tölur og margar fleiri koma fram í samræmdri vefmælingu Modernus, en kki.is hefur tekið þátt í mælingunni frá því október sl. Auk þess að setja met í janúar var besta vikan hingað til 4. vika ársins með 18.567 innlit sem skilaði vefnum í 28. sæti á lista Modernus. Þá var 27. janúar stærsti dagurinn á vefnum hingað til með 5.528 innlit. Fjöldi innlita á kki.is frá því að vefurinn var skráður í samræmda vefmælingu Modernus hefur verið jafn og stígandi, ef desember er undanskilinn. Í október var fjöldi innlita 43.808, í nóvember 55.049 og í desember 41.244. Janúar sl. sló síðan öll met með 61.929 innlit.