6 feb. 2006Sigmundur Már Herbertsson FIBA-dómari dæmdi leik í EuroLeague kvenna í Belgíu sl. föstudag en þá áttust við belgíska félagið Dexia Namur og hið rússneska Volgaburmash, núverandi Evrópumeistarar. Sigmundur er nú kominn heim en staldrar ekki lengi við því FIBA Europe hefur úthlutað honum öðru verkerfni í Belgíu. Það verður hinn 24. febrúar sem Sigmundur mun dæma leik Dexia Mons og BC Khimki frá Rússlandi í Evrópubikar karla. Um er að ræða annan leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. Meðdómarar hans í leiknum verða þeir Davorin Nakic frá Króatíu, Miguel Angual Perez Niz frá Spáni og eftirlitsdómari verður Walther Kaszelik frá Austurríki.
Sigmundur á ný til Belgíu
6 feb. 2006Sigmundur Már Herbertsson FIBA-dómari dæmdi leik í EuroLeague kvenna í Belgíu sl. föstudag en þá áttust við belgíska félagið Dexia Namur og hið rússneska Volgaburmash, núverandi Evrópumeistarar. Sigmundur er nú kominn heim en staldrar ekki lengi við því FIBA Europe hefur úthlutað honum öðru verkerfni í Belgíu. Það verður hinn 24. febrúar sem Sigmundur mun dæma leik Dexia Mons og BC Khimki frá Rússlandi í Evrópubikar karla. Um er að ræða annan leik liðanna í 8-liða úrslitum keppninnar. Meðdómarar hans í leiknum verða þeir Davorin Nakic frá Króatíu, Miguel Angual Perez Niz frá Spáni og eftirlitsdómari verður Walther Kaszelik frá Austurríki.