24 jan. 2006Sigmundur Már Herbertsson er á heimleið og dæmir ekki leik í Evrópukeppni félagsliða í St. Pétursborg í kvöld. FIBA Europe tók í gær ákvörðun um að taka Sigmund Má og Jan Holmen eftirlitsdómara af leiknum og er Sigmundur Már á heimleið þessa stundina. FIBA Europe gat ekki tekið áhættuna á að Sigmundur Már og Jan Holmin kæmust til Rússlands í dag enda var það eins gott. Ekkert flug á vegum SAS er frá Kastrup í dag vegna verkfalls flugmanna, sem annan daginn í röð logðu niður vinnu. Leikinn í kvöld munu þeir tveir dómarar dæma, sem þegar eru komnir til St. Pétursborgar, en leikurinn átti upphaflega að vera í þriggja dómara kerfinu. Þá mun rússneskur eftirlitsdómari sjá til þess að allt fari fram samkvæmt reglum á ritaraborðinu. Þetta hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Sigmund Má að missa af leiknum í St. Pétursborg á þennan hátt. Hann getur þó tekið gleði sína á ný því FIBA Europe úthlutaði honum öðru verkefni sl. föstudag. Það er leikur Dexia Namur frá Belíu og BC Volgaburmash frá Rússlandi í úrslitakeppni Euroleague kvenna sem fram fer í Belgíu 3. febrúar nk. en það er annar leikur liðanna.
Sigmundur Már á heimleið eftir fýluferð
24 jan. 2006Sigmundur Már Herbertsson er á heimleið og dæmir ekki leik í Evrópukeppni félagsliða í St. Pétursborg í kvöld. FIBA Europe tók í gær ákvörðun um að taka Sigmund Má og Jan Holmen eftirlitsdómara af leiknum og er Sigmundur Már á heimleið þessa stundina. FIBA Europe gat ekki tekið áhættuna á að Sigmundur Már og Jan Holmin kæmust til Rússlands í dag enda var það eins gott. Ekkert flug á vegum SAS er frá Kastrup í dag vegna verkfalls flugmanna, sem annan daginn í röð logðu niður vinnu. Leikinn í kvöld munu þeir tveir dómarar dæma, sem þegar eru komnir til St. Pétursborgar, en leikurinn átti upphaflega að vera í þriggja dómara kerfinu. Þá mun rússneskur eftirlitsdómari sjá til þess að allt fari fram samkvæmt reglum á ritaraborðinu. Þetta hljóta að vera mikil vonbrigði fyrir Sigmund Má að missa af leiknum í St. Pétursborg á þennan hátt. Hann getur þó tekið gleði sína á ný því FIBA Europe úthlutaði honum öðru verkefni sl. föstudag. Það er leikur Dexia Namur frá Belíu og BC Volgaburmash frá Rússlandi í úrslitakeppni Euroleague kvenna sem fram fer í Belgíu 3. febrúar nk. en það er annar leikur liðanna.