20 jan. 2006Á fundi aganefndar í gær, fimmtudag, lágu sex mál til úrskurðar nefndarinnar. Nefndin frestaði fundi sl. þriðjudag og kvað upp úrskurði sína í gær. Tveir leikmenn voru dæmdir í tveggja leikja bann á fundi nefndarinnar. Sigurður Gunnarsson leikmaður Reynis S. í 1. deild karla fékk tveggja leikja bann, en hann hafði áður fengið eins leiks bann í vetur. Einar Hannesson leikmaður Breiðabliks b í 2. deild karla var dæmdur í tveggja leikja bann, en hann var kærður fyrir sérlega grófan leik eða ofbeldi. Tveir leikmenn, Sveinn H. Gíslason Reyni S. í 1. deild karla og Oddur Grétarsson Hrönn í 2. deild karla, voru dæmdir í eins leiks bann hvor vegna brottvísana sem þeir hlutu. Kærum á hendur Ólafi Guðmundssyni leikmanni Brokeyjar í 2. deild karla og Nikulási S. Nikulássyni leikmanni drengjaflokks Vals var vísað frá.
Aganefnd tók fyrir sex mál
20 jan. 2006Á fundi aganefndar í gær, fimmtudag, lágu sex mál til úrskurðar nefndarinnar. Nefndin frestaði fundi sl. þriðjudag og kvað upp úrskurði sína í gær. Tveir leikmenn voru dæmdir í tveggja leikja bann á fundi nefndarinnar. Sigurður Gunnarsson leikmaður Reynis S. í 1. deild karla fékk tveggja leikja bann, en hann hafði áður fengið eins leiks bann í vetur. Einar Hannesson leikmaður Breiðabliks b í 2. deild karla var dæmdur í tveggja leikja bann, en hann var kærður fyrir sérlega grófan leik eða ofbeldi. Tveir leikmenn, Sveinn H. Gíslason Reyni S. í 1. deild karla og Oddur Grétarsson Hrönn í 2. deild karla, voru dæmdir í eins leiks bann hvor vegna brottvísana sem þeir hlutu. Kærum á hendur Ólafi Guðmundssyni leikmanni Brokeyjar í 2. deild karla og Nikulási S. Nikulássyni leikmanni drengjaflokks Vals var vísað frá.