18 jan. 2006FIBA Europe hefur ákveðið keppnisstaði fyrir Evrópumót yngri landsliða næsta sumar. Ólíkt leikstöðum undanfarin ár eru allir leikstaðirnir sem Ísland mun eiga lið á í Vestur-Evrópu og flestir eiga leikstaðirnir það sameiginlegt að vera ákaflega sólríkir. U-20 ára landslið karla mun leika í Lissabon í Portúgal 14.-23. júlí í B-deild Evrópumótsins. U-18 ára landslið karla mun leika í Amaliada í Grikklandi 18.-27. júlí í A-deild Evrópumótsins. U-18 ára landslið kvenna mun leika í Chieti á Ítalíu 21.-30. júlí í B-deild Evrópumótsins. U-16 ára landslið kvenna mun leika í Jyväskylä í Finnlandi 2.-13. ágúst í B-deild Evrópumótsins. U-16 ára landslið karla mun leika í Madrid á Spáni 11.-20. ágúst í A-deild Evrópumótsins. Dregið verður í riðla Evrópumótsins yngri landsliða í Krakow í Póllandi 25. febrúar nk. Þá verður Norðurlandamót U-16 og U-18 ára landsliða karla og kvenna í Stokkhólmi í Svíðþjóð 24.-28. maí.
Leikstaðir yngri landsliðanna klárir
18 jan. 2006FIBA Europe hefur ákveðið keppnisstaði fyrir Evrópumót yngri landsliða næsta sumar. Ólíkt leikstöðum undanfarin ár eru allir leikstaðirnir sem Ísland mun eiga lið á í Vestur-Evrópu og flestir eiga leikstaðirnir það sameiginlegt að vera ákaflega sólríkir. U-20 ára landslið karla mun leika í Lissabon í Portúgal 14.-23. júlí í B-deild Evrópumótsins. U-18 ára landslið karla mun leika í Amaliada í Grikklandi 18.-27. júlí í A-deild Evrópumótsins. U-18 ára landslið kvenna mun leika í Chieti á Ítalíu 21.-30. júlí í B-deild Evrópumótsins. U-16 ára landslið kvenna mun leika í Jyväskylä í Finnlandi 2.-13. ágúst í B-deild Evrópumótsins. U-16 ára landslið karla mun leika í Madrid á Spáni 11.-20. ágúst í A-deild Evrópumótsins. Dregið verður í riðla Evrópumótsins yngri landsliða í Krakow í Póllandi 25. febrúar nk. Þá verður Norðurlandamót U-16 og U-18 ára landsliða karla og kvenna í Stokkhólmi í Svíðþjóð 24.-28. maí.