7 jan. 2006Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaðurátti mjög góðan leik með liði sínu Carpisa Napoli í ítölsku A-deildinni í gærkvöld þegar liðið sigraði Lottomatica Rom, 90:74. Jón Arnór skoraði 21 stig og var stigahæstur leikmanna Napoli. Jón Arnór lék í 36 mínútur og skoraði 15 af 21 stigi sínu með þriggja stiga körfum en 5 skot af 7 rötuðu rétta leið hjá honum. Napoli er efst í deildinni ásamt Climamito og Benetton með 22 stig, en Jón Arnór og félagar hafa leikið einum leik fleira. Frá þessu er greint á mbl.is.
Jón Arnór með stórleik fyrir Napoli
7 jan. 2006Jón Arnór Stefánsson landsliðsmaðurátti mjög góðan leik með liði sínu Carpisa Napoli í ítölsku A-deildinni í gærkvöld þegar liðið sigraði Lottomatica Rom, 90:74. Jón Arnór skoraði 21 stig og var stigahæstur leikmanna Napoli. Jón Arnór lék í 36 mínútur og skoraði 15 af 21 stigi sínu með þriggja stiga körfum en 5 skot af 7 rötuðu rétta leið hjá honum. Napoli er efst í deildinni ásamt Climamito og Benetton með 22 stig, en Jón Arnór og félagar hafa leikið einum leik fleira. Frá þessu er greint á mbl.is.