4 jan. 2006Mike Manciel fyrrum leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni hefur slegið hressilega í gegn í Chile þar sem hann er leikmaður Universidad Catolica. Manciel var valinn leikmaður ársins, besti erlendi leikmaðurinn og besti framherjinn í deildinni. Lið Manciels vann meistaratitilinn, 4-1, í einvígi við Universidad de Concepsion, þar sem Manciel var með 36,8 stig að meðaltali í leik. Manciel var einnig valinn í fimm manna úrvalslið deildarinnar. Mike Manciel lék 22 leiki með Haukum keppnistímabilið 2003-2004 og skoraði þá 24,3 stig að meðaltali í leik. Manciel kom aftur Hauka á síðari hluta síðasta keppnistímabils og lék þá 11 leilki með félaginu. Í þeim skoraði hann 25,1 stig að meðaltali í leik.