4 jan. 2006Jón Arnór Stefánsson var í fjórða sæti í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamnni ársins 2005 en tilkynnt var um valið í hófi á Grand Hóteli í gær. Jón Arnór, sem var fjórða árið í röð meðal efstu tíu á listanum, fékk alls 131 stig í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen var kosinn Íþróttamaður ársins með fullt hús stiga. Aðeins þrír körfuboltamenn hafa komist hærra í 50 ára sögu kjörsins. Jón Arnór Stefánsson, lék tímabilið 2004-2005 með Dynamo St. Petersbourg í Rússnensku úrvalsdeildinni og varð Evrópumeistari með liði sínu í FIBA Europe League. Hann var einnig valinn í byrjunarlið Evrópuúrvalsins í Stjörnuleik FIBA Europe og spilaði þar í 21 mínútu og skoraði 10 stig. Jón Arnór samdi við Carpisa Napoli síðasta sumar og leikur því í ítölsku deildinni sem er ein sú sterkasta í Evrópu tímabilið 2005-2006. Carpisa-liðið er í 3. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir. Kolbeinn Pálsson er eini körfuboltamaðurinn sem hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins en hann hlaut þá útnefningu árið 1966. Tveir körfuboltamenn hafa lent í 2. sæti, fyrst Þorsteinn Hallgrímsson árið 1964 og svo aftur Pétur Guðmundsson árið 1981 en það ár var hann fyrsti Norðurlandabúinn til þess að komast inn í NBA-deildina. Jón Arnór er síðan í hópi með Jóni Sigurðssyni (1979) yfir þá sem hafa náð 4. sætinu í þessu árlega kjöri. Þorsteinn Hallgrímsson er sá sem hefur oftast komist inn á topp tíu listann eða alls átta sinnum á árunum 1960 til 1969. Jón Arnór komst þangað í fjórða sinn í ár og er kominn upp í annað sæti á eftir Þorsteini. Körfuboltamenn meðal 10 efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins 1956-2005: 1960 Þorsteinn Hallgrímsson 7. sæti 1961 Þorsteinn Hallgrímsson 9. sæti 1962 Þorsteinn Hallgrímsson 7. sæti 1963 Þorsteinn Hallgrímsson 8. sæti 1964 Þorsteinn Hallgrímsson 2. sæti 1965 Þorsteinn Hallgrímsson 5. sæti 1966 Kolbeinn Pálsson Íþróttamaður ársins 1967 Þórir Magnússon 7. sæti 1968 Þorsteinn Hallgrímsson 10. sæti 1968 Birgir Örn Birgis 9. sæti 1969 Þorsteinn Hallgrímsson 7. sæti 1970 Kolbeinn Pálsson 9. sæti 1978 Jón Sigurðsson 7. sæti 1979 Jón Sigurðsson 4. sæti 1981 Pétur Guðmundsson 2. sæti 1982 Pétur Guðmundsson 6. sæti 1984 Valur Ingimundarson 10. sæti 1986 Pálmar Sigurðsson 7. sæti 1986 Pétur Guðmundsson 5. sæti 1990 Páll Kolbeinsson 7. sæti 1991 Teitur Örlygsson 9. sæti 1993 Jón Kr. Gíslason 6. sæti 1995 Teitur Örlygsson 10. sæti 1996 Teitur Örlygsson 7. sæti 2002 Jón Arnór Stefánsson 7. sæti 2003 Jón Arnór Stefánsson 5. sæti 2004 Jón Arnór Stefánsson 8. sæti 2005 Jón Arnór Stefánsson 4. sæti Körfuboltamenn oftast meðal tíu efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins 1956-2005: Þorsteinn Hallgrímsson 8 Jón Arnór Stefánsson 4 Teitur Örlygsson 3 Pétur Guðmundsson 3 Kolbeinn Pálsson 2 Jón Sigurðsson 2 Valur Ingimundarson 1 Þórir Magnússon 1 Pálmar Sigurðsson 1 Páll Kolbeinsson 1 Jón Kr. Gíslason 1 Birgir Örn Birgis 1
Jón Arnór Stefánsson í fjórða sæti
4 jan. 2006Jón Arnór Stefánsson var í fjórða sæti í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna á Íþróttamnni ársins 2005 en tilkynnt var um valið í hófi á Grand Hóteli í gær. Jón Arnór, sem var fjórða árið í röð meðal efstu tíu á listanum, fékk alls 131 stig í kjörinu en Eiður Smári Guðjohnsen var kosinn Íþróttamaður ársins með fullt hús stiga. Aðeins þrír körfuboltamenn hafa komist hærra í 50 ára sögu kjörsins. Jón Arnór Stefánsson, lék tímabilið 2004-2005 með Dynamo St. Petersbourg í Rússnensku úrvalsdeildinni og varð Evrópumeistari með liði sínu í FIBA Europe League. Hann var einnig valinn í byrjunarlið Evrópuúrvalsins í Stjörnuleik FIBA Europe og spilaði þar í 21 mínútu og skoraði 10 stig. Jón Arnór samdi við Carpisa Napoli síðasta sumar og leikur því í ítölsku deildinni sem er ein sú sterkasta í Evrópu tímabilið 2005-2006. Carpisa-liðið er í 3. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir. Kolbeinn Pálsson er eini körfuboltamaðurinn sem hefur verið kosinn Íþróttamaður ársins en hann hlaut þá útnefningu árið 1966. Tveir körfuboltamenn hafa lent í 2. sæti, fyrst Þorsteinn Hallgrímsson árið 1964 og svo aftur Pétur Guðmundsson árið 1981 en það ár var hann fyrsti Norðurlandabúinn til þess að komast inn í NBA-deildina. Jón Arnór er síðan í hópi með Jóni Sigurðssyni (1979) yfir þá sem hafa náð 4. sætinu í þessu árlega kjöri. Þorsteinn Hallgrímsson er sá sem hefur oftast komist inn á topp tíu listann eða alls átta sinnum á árunum 1960 til 1969. Jón Arnór komst þangað í fjórða sinn í ár og er kominn upp í annað sæti á eftir Þorsteini. Körfuboltamenn meðal 10 efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins 1956-2005: 1960 Þorsteinn Hallgrímsson 7. sæti 1961 Þorsteinn Hallgrímsson 9. sæti 1962 Þorsteinn Hallgrímsson 7. sæti 1963 Þorsteinn Hallgrímsson 8. sæti 1964 Þorsteinn Hallgrímsson 2. sæti 1965 Þorsteinn Hallgrímsson 5. sæti 1966 Kolbeinn Pálsson Íþróttamaður ársins 1967 Þórir Magnússon 7. sæti 1968 Þorsteinn Hallgrímsson 10. sæti 1968 Birgir Örn Birgis 9. sæti 1969 Þorsteinn Hallgrímsson 7. sæti 1970 Kolbeinn Pálsson 9. sæti 1978 Jón Sigurðsson 7. sæti 1979 Jón Sigurðsson 4. sæti 1981 Pétur Guðmundsson 2. sæti 1982 Pétur Guðmundsson 6. sæti 1984 Valur Ingimundarson 10. sæti 1986 Pálmar Sigurðsson 7. sæti 1986 Pétur Guðmundsson 5. sæti 1990 Páll Kolbeinsson 7. sæti 1991 Teitur Örlygsson 9. sæti 1993 Jón Kr. Gíslason 6. sæti 1995 Teitur Örlygsson 10. sæti 1996 Teitur Örlygsson 7. sæti 2002 Jón Arnór Stefánsson 7. sæti 2003 Jón Arnór Stefánsson 5. sæti 2004 Jón Arnór Stefánsson 8. sæti 2005 Jón Arnór Stefánsson 4. sæti Körfuboltamenn oftast meðal tíu efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins 1956-2005: Þorsteinn Hallgrímsson 8 Jón Arnór Stefánsson 4 Teitur Örlygsson 3 Pétur Guðmundsson 3 Kolbeinn Pálsson 2 Jón Sigurðsson 2 Valur Ingimundarson 1 Þórir Magnússon 1 Pálmar Sigurðsson 1 Páll Kolbeinsson 1 Jón Kr. Gíslason 1 Birgir Örn Birgis 1