3 jan. 2006Stjórn KKÍ valdi einróma þau Helenu Sverrisdóttur, Haukum og Jón Arnór Stefánsson, Carpisa Napoli, körfuknattleikskonu og körfuknattleiksmann ársins 2005. Helena Sverrisdóttir hefur undanfarin ár verið ein efnilegasta körfuknattleiks kona landsins og er nú svo komið að hún er meðal þeirra bestu. Helena var valin körfuknattleikskona ársins (tímabilið 2004-2005) af leikmönnum og þjálfurum 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ í apríl 2005. Haukar unnu bæði Lýsingarbikarinn og Poweradebikarinn og Helena skoraði 20 stig í báðum úrslitaleikjunum. Helena lék með U-18 landsliði Íslands á NM í Svíþjóð í maí 2005 og á EM í ágúst 2005, liðið endaði í 2. sæti á NM og í 8. sæti á EM. Helena lék einnig með A-landsliði kvenna á Smáþjóðaleikunum í Andorra þar sem íslenska liðið vann silfur. Haukaliðið skráði sig til leiks í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik og stóð Helena sig afar vel í þeim leikjum og skoraði meðal annars 23 stig í lokaleiknum á Ítalíu. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék tímabilið 2004-2005 með Dynamo St. Petersbourg í Rússnensku úrvalsdeildinni. Jón Arnór varð Evrópumeistari með liði sínu í FIBA Europe League en vegna reglna um útlendinga í rússnesku deildinni fékk hann miklu meira að spila í Evrópukeppninni. Jón Arnór var valinn í byrjunarlið Evrópuúrvalsins í Stjörnuleik FIBA Europe og spilaði í 21 mínútu og skoraði 10 stig. Jón Arnór samdi síðan við Carpisa Napoli sl. sumar og leikur því í ítölsku deildinni sem er ein sú sterkasta í Evrópu tímabilið 2005-2006. Jón Arnór lék með landsliði Íslands í Evrópukeppninni þar sem liðið hafnaði í 2 sæti í sínum riðli. Þetta er fjórða árið í röð sem Jón Arnór er kosinn Körfuboltamaður ársins og hann jafnar þar með met Jóns Kr. Gíslasonar sem var einnig valinn körfuboltamaður ársins fjórum sinnum. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 4 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuboltakarl og Körfuboltakona ársins. Tölfræði Helenu á árinu 2005: Meðaltöl Helenu tímabilið 2004-2005 í 1. deild kvenna: Stig: 22,8 Fráköst: 13,7 Stoðsendingar: 6,9 Mínútur: 35,6 Meðaltöl Helenu tímabilið 2004-2005 í Lýsingarbikar kvenna: Stig: 19,0 Fráköst: 13,7 Stoðsendingar: 9,3 Mínútur: 36,3 Meðaltöl Helenu tímabilið 2005-2006 í Iceland Express deild kvenna (til 18. desember 2005): Stig:18,5 Fráköst: 11,2 Stoðsendingar:8,0 Mínútur: 27,0 Meðaltöl Helenu með 18 ára landsliðinu: Stig: 21,0 Fráköst: 11,4 Stoðsendingar:7,8 Mínútur.:31,4 Meðaltöl Helenu á Smáþjóðaleikunum: Stig: 13,0 Fráköst: 6,6 Stoðsendingar: 2,6 Mínútur:26,8 Meðaltöl Helenu í Evrópukeppninni með Haukum: Stig: 14,3 Fráköst: 5,8 Stoðsendingar: 5,0 Mínútur.:27,0 Tölfræði Jóns Arnórs á árinu 2005: Meðaltöl Jóns Arnórs í rússnesku deildinni: Stig: 10,3 Fráköst: 2,3 Stoðsendingar: 2,5 Mínútur: 22,3 Meðaltöl Jóns Arnórs í Evrópukeppninni: Stig: 12,3 Fráköst: 2,6 Stoðsendingar: 3,3 Mínútur.: 31,0 Meðaltöl Jóns Arnórs í ítölsku deildinni: Stig: 7,9 Fráköst: 2,0 Stoðsendingar: 1,3 Mínútur: 26,1 Meðaltöl Jóns Arnórs með landsliðinu í EM: Stig: 11,0 Fráköst: 3,3 Stoðsendingar: 4,0 Mínútur: 29,7
Helena og Jón Arnór körfuknattleiksfólk ársins 2005
3 jan. 2006Stjórn KKÍ valdi einróma þau Helenu Sverrisdóttur, Haukum og Jón Arnór Stefánsson, Carpisa Napoli, körfuknattleikskonu og körfuknattleiksmann ársins 2005. Helena Sverrisdóttir hefur undanfarin ár verið ein efnilegasta körfuknattleiks kona landsins og er nú svo komið að hún er meðal þeirra bestu. Helena var valin körfuknattleikskona ársins (tímabilið 2004-2005) af leikmönnum og þjálfurum 1. deildar kvenna á lokahófi KKÍ í apríl 2005. Haukar unnu bæði Lýsingarbikarinn og Poweradebikarinn og Helena skoraði 20 stig í báðum úrslitaleikjunum. Helena lék með U-18 landsliði Íslands á NM í Svíþjóð í maí 2005 og á EM í ágúst 2005, liðið endaði í 2. sæti á NM og í 8. sæti á EM. Helena lék einnig með A-landsliði kvenna á Smáþjóðaleikunum í Andorra þar sem íslenska liðið vann silfur. Haukaliðið skráði sig til leiks í Evrópukeppni kvenna í körfuknattleik og stóð Helena sig afar vel í þeim leikjum og skoraði meðal annars 23 stig í lokaleiknum á Ítalíu. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék tímabilið 2004-2005 með Dynamo St. Petersbourg í Rússnensku úrvalsdeildinni. Jón Arnór varð Evrópumeistari með liði sínu í FIBA Europe League en vegna reglna um útlendinga í rússnesku deildinni fékk hann miklu meira að spila í Evrópukeppninni. Jón Arnór var valinn í byrjunarlið Evrópuúrvalsins í Stjörnuleik FIBA Europe og spilaði í 21 mínútu og skoraði 10 stig. Jón Arnór samdi síðan við Carpisa Napoli sl. sumar og leikur því í ítölsku deildinni sem er ein sú sterkasta í Evrópu tímabilið 2005-2006. Jón Arnór lék með landsliði Íslands í Evrópukeppninni þar sem liðið hafnaði í 2 sæti í sínum riðli. Þetta er fjórða árið í röð sem Jón Arnór er kosinn Körfuboltamaður ársins og hann jafnar þar með met Jóns Kr. Gíslasonar sem var einnig valinn körfuboltamaður ársins fjórum sinnum. Körfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir Oftast valin Körfuboltamaður ársins:* 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 4 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) * Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuboltakarl og Körfuboltakona ársins. Tölfræði Helenu á árinu 2005: Meðaltöl Helenu tímabilið 2004-2005 í 1. deild kvenna: Stig: 22,8 Fráköst: 13,7 Stoðsendingar: 6,9 Mínútur: 35,6 Meðaltöl Helenu tímabilið 2004-2005 í Lýsingarbikar kvenna: Stig: 19,0 Fráköst: 13,7 Stoðsendingar: 9,3 Mínútur: 36,3 Meðaltöl Helenu tímabilið 2005-2006 í Iceland Express deild kvenna (til 18. desember 2005): Stig:18,5 Fráköst: 11,2 Stoðsendingar:8,0 Mínútur: 27,0 Meðaltöl Helenu með 18 ára landsliðinu: Stig: 21,0 Fráköst: 11,4 Stoðsendingar:7,8 Mínútur.:31,4 Meðaltöl Helenu á Smáþjóðaleikunum: Stig: 13,0 Fráköst: 6,6 Stoðsendingar: 2,6 Mínútur:26,8 Meðaltöl Helenu í Evrópukeppninni með Haukum: Stig: 14,3 Fráköst: 5,8 Stoðsendingar: 5,0 Mínútur.:27,0 Tölfræði Jóns Arnórs á árinu 2005: Meðaltöl Jóns Arnórs í rússnesku deildinni: Stig: 10,3 Fráköst: 2,3 Stoðsendingar: 2,5 Mínútur: 22,3 Meðaltöl Jóns Arnórs í Evrópukeppninni: Stig: 12,3 Fráköst: 2,6 Stoðsendingar: 3,3 Mínútur.: 31,0 Meðaltöl Jóns Arnórs í ítölsku deildinni: Stig: 7,9 Fráköst: 2,0 Stoðsendingar: 1,3 Mínútur: 26,1 Meðaltöl Jóns Arnórs með landsliðinu í EM: Stig: 11,0 Fráköst: 3,3 Stoðsendingar: 4,0 Mínútur: 29,7