19 des. 2005Eins og kunnugt er kynnt var hér á vefnum fyrir nokkru stóðu fyrrum liðsfélagar Anatolij Kovtoun heitins í KR að fjársöfnun fyrir eftirlifandi fjölskyldu hans í Úkraínu. Söfnunin gekk vel og nú í byrjun vikunnar fékk Natalya, ekkja Tolja, söfnunarféð afhent. Það var Guðrún S. Þorgeirsdóttir sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í Moskvu sem kom fénu í hendur Natalyu, eða andvirði 3.047 dollara. Að sögn Guðrúnar var Natalya mjög hrærð og þakklát, nánast orðlaus, vegna þessa góðverks og bar fyrir bestu kveðjum og einlægum þökkum til þeirra sem að söfnuninni stóðu og þeirra sem ljáðu henni lið. Með henni var 13 ára dóttir Tolja, 185 cm. á hæð, sem sagðist stefna á að feta í fótspor föður síns. Til glöggvunar má geta þess að ofangreind upphæð nemur venjulegum launum ekkjunnar í eitt og hálft ár og skiptir því að vonum miklu máli og ekki síst hugurinn sem fylgir málinu. Sjá nánar á [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=12981&ew_0_a_id=173094[v-]vef KR[slod-].
Natalya Kovtoun tók við söfnunarfénu í Kiev
19 des. 2005Eins og kunnugt er kynnt var hér á vefnum fyrir nokkru stóðu fyrrum liðsfélagar Anatolij Kovtoun heitins í KR að fjársöfnun fyrir eftirlifandi fjölskyldu hans í Úkraínu. Söfnunin gekk vel og nú í byrjun vikunnar fékk Natalya, ekkja Tolja, söfnunarféð afhent. Það var Guðrún S. Þorgeirsdóttir sendiráðsfulltrúi í íslenska sendiráðinu í Moskvu sem kom fénu í hendur Natalyu, eða andvirði 3.047 dollara. Að sögn Guðrúnar var Natalya mjög hrærð og þakklát, nánast orðlaus, vegna þessa góðverks og bar fyrir bestu kveðjum og einlægum þökkum til þeirra sem að söfnuninni stóðu og þeirra sem ljáðu henni lið. Með henni var 13 ára dóttir Tolja, 185 cm. á hæð, sem sagðist stefna á að feta í fótspor föður síns. Til glöggvunar má geta þess að ofangreind upphæð nemur venjulegum launum ekkjunnar í eitt og hálft ár og skiptir því að vonum miklu máli og ekki síst hugurinn sem fylgir málinu. Sjá nánar á [v+]http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=12981&ew_0_a_id=173094[v-]vef KR[slod-].