14 des. 2005ZFIBA-dómararnir Kristinn Óskarsson og Björgvin Rúnarsson eru staddir erlendis við dómgæslustörf. Kristinn Dæmdi í Þýskalndi í gær og Björgvin dæmir í Frakklandi í dag. Kristinn Óskarsson dæmdi leik Rhein Energie Köln gegn Dynamo Moskvu í Köln. Leikurinn er í FIBA Eurocup eða bikarkeppni Evrópu. Björgvin Rúnarsson mun dæma leik Tarpes og Fenerbahce í Evrópubikar kvenna í Frakklandi. Þetta verður fyrsti leikur Björgvins í Evrópukeppni félagsliða, en hann fékk FIBA-réttindi sín sl. sumar og dæmdi í Evrópukeppni unglingalandsliða.