9 des. 2005Körfuboltaæfingar eru nú hafnar á Suðureyri í glæsilegu íþróttahúsi þeirra Súgfirðinga í samvinnu íþróttafélagsins Stefnis og KFÍ, að því er segir á vef KFÍ, en markvisst er unnið að því að fjölga þeim stöðum á vestfjörðum þar sem körfubolti er stundaður. Á fyrstu æfinguna á miðvikudaginn var mætti 21 krakki á aldrinum 6 - 13 ára og skemmtu allir sér vel og áhuginn greinilega mikill. Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 16.00 til 17.00. Ef vel gengur er möguleiki á að bæta við æfingum á laugardögum. Vonir eru bundnar við að Stefnir sendi fríðan flokk keppenda á næsta Fantamót sem verður með vorinu. Þess má geta að Fanta-deildarverkefnið færði Súgfirðingum 10 Fanta-bolta að gjöf þegar íþróttahúsið var vígt um daginn. Þjálfari er Þórey Guðmundsdóttir en hún hefur lokið þjálfarastigum 1a, 1b og 1c í menntunarkerfi ÍSÍ. Yfirþjálfari KFÍ er Baldur Ingi Jónasson, en hann heldur utan um allt faglegt starf á vegum félagsins. Við bjóðum Súgfirðinga velkomna í hina sístækkandi körfuboltafjölskyldu á Vestfjörðum. ([v+]Ahttp://www.kfi.is/[v-]f vef KFÍ[slod-])