1 des. 2005Alls tóku 120 krakkar þátt í Fanta-deildarmótinu sem haldið var á Ísafirði sl. sunnudag og er það mesti fjöldi sem tekið hefur þátt hingað til. Keppendur komu frá Ísafirði, Bolungarvík, Súgandafirði og Patreksfirði og var stemningin frábær. Þátttakendur voru á aldrinum 7-13 ára og var sérlega ánægjulegt hvað margar stúlkur tóku þátt að þessu sinni. Stig eru ekki talin á Fantamótunum og því eru engir sigurvegarar krýndir og allir standa jafnir hvorir gegn öðrum. Eftir pizzaveislu og gjafir frá Mjólkursamsölunni héldu allir þreyttir en ánægðir heim á leið. Næstu Fanta-deildarmót verða haldin næsta vor eða fyrr eftir því sem veður og færð leyfa. Af [v+]http://www.kfi.is/index.phtml[v-]vef KFÍ[slod-].
Fjölmennasta Fanta-deildarmótinu lokið
1 des. 2005Alls tóku 120 krakkar þátt í Fanta-deildarmótinu sem haldið var á Ísafirði sl. sunnudag og er það mesti fjöldi sem tekið hefur þátt hingað til. Keppendur komu frá Ísafirði, Bolungarvík, Súgandafirði og Patreksfirði og var stemningin frábær. Þátttakendur voru á aldrinum 7-13 ára og var sérlega ánægjulegt hvað margar stúlkur tóku þátt að þessu sinni. Stig eru ekki talin á Fantamótunum og því eru engir sigurvegarar krýndir og allir standa jafnir hvorir gegn öðrum. Eftir pizzaveislu og gjafir frá Mjólkursamsölunni héldu allir þreyttir en ánægðir heim á leið. Næstu Fanta-deildarmót verða haldin næsta vor eða fyrr eftir því sem veður og færð leyfa. Af [v+]http://www.kfi.is/index.phtml[v-]vef KFÍ[slod-].