1 des. 2005Þá er fyrsti útsendingar mánuður NBA TV á Íslandi að baki og ekki annað hægt en að segja að þessi stöð er algjör hvalreki fyrir áhugamenn um körfubolta. Í nóvember voru 36 beinar útsendingar frá leikjum í deildinni á dagskrá stöðvarinnar. Nú í jólamánuðinum er fyrirhugaðar 30 beinar útsendingar frá leikjum eða leikur á hverri nóttu að undanskilinni sjálfri jólaóttinni. Sem sagt leikur alla daga nema 24. desember. Þótt leiknirnir séu sýndir beint á nóttunni hér á Íslandi hefur heyrst af mörgun sem hafa látið sig hafa það að vaka, en fleiri hafa þó notið leikjanna daginn eftir, þegar þeir hafa verið klipptir til. Einnig hefur verið gaman að sjá samantektarpakka um leiki næturinnar, bestu tilþrifin og einnig bestu leikina frá því á árum áður. [v+]http://syn.visir.is/?PageID=1112[v-]Dagskrá NBA TV[slod-] í desember. Á Sýn verður NBA-leikur beint aðra nótt, 2. desember, en það verður leikur Phoenix og Dallas. Útsendingin byrjar kl. 2:00 aðra nótt.
30 leikir beint í desember
1 des. 2005Þá er fyrsti útsendingar mánuður NBA TV á Íslandi að baki og ekki annað hægt en að segja að þessi stöð er algjör hvalreki fyrir áhugamenn um körfubolta. Í nóvember voru 36 beinar útsendingar frá leikjum í deildinni á dagskrá stöðvarinnar. Nú í jólamánuðinum er fyrirhugaðar 30 beinar útsendingar frá leikjum eða leikur á hverri nóttu að undanskilinni sjálfri jólaóttinni. Sem sagt leikur alla daga nema 24. desember. Þótt leiknirnir séu sýndir beint á nóttunni hér á Íslandi hefur heyrst af mörgun sem hafa látið sig hafa það að vaka, en fleiri hafa þó notið leikjanna daginn eftir, þegar þeir hafa verið klipptir til. Einnig hefur verið gaman að sjá samantektarpakka um leiki næturinnar, bestu tilþrifin og einnig bestu leikina frá því á árum áður. [v+]http://syn.visir.is/?PageID=1112[v-]Dagskrá NBA TV[slod-] í desember. Á Sýn verður NBA-leikur beint aðra nótt, 2. desember, en það verður leikur Phoenix og Dallas. Útsendingin byrjar kl. 2:00 aðra nótt.