30 nóv. 2005Á miðstjórnarfundi FIBA í Róm um helgina var ákveðið að taka upp heimsmeistarakeppni í U-17 ára aldursflokki pilta og stúlkna frá árinu 2010 og á tveggja ára fresta þar eftir. Hingað til hafa verið haldnar HM-keppnir í U-21 og U-19 ára flokki, en frá árinu 2007 mun HM U-21 verða felld út og HM í U-19 ára flokki verður haldin á tveggja ára fresti eins og U-17 keppnin. Á fundinum var einnig samþykkt keppnisbann á Íran, sem ekki mætti til keppni á HM U-21 árs landsliða í Argentínu fyrr á þessu ári.