29 nóv. 2005Á fundi miðstjórnar FIBA í Róm um helgina var samþykkt að breyta hlutgengisreglum sambandsins í þá vera að greiða leiðina fyrir þátttöku breska landsliðsins á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hingað til hafa England, Skotland og Wales, sem öllu eru hvert um sig aðilar að FIBA, tekið þátt í mótum á vegum FIBA hvert í sínu lagi og hlutgengisreglur FIBA hafa ekki heimilað þeim að senda sameiginlegt breskt landslið til keppni. En því hefur nú verið breytt. Breytingin tekur einnig til móta á vegum FIBA Europe svo sem Evrópukeppni, en þessar þjóðir hafa átt töluverð samskipti við KKÍ í æfingaleikjum og eins hafa þjóðirnar verið mótherjar okkar í Evrópukeppnum yngri landsliða.
FIBA greiðir götuna fyrir breskt landslið
29 nóv. 2005Á fundi miðstjórnar FIBA í Róm um helgina var samþykkt að breyta hlutgengisreglum sambandsins í þá vera að greiða leiðina fyrir þátttöku breska landsliðsins á Ólympíuleikunum í London árið 2012. Hingað til hafa England, Skotland og Wales, sem öllu eru hvert um sig aðilar að FIBA, tekið þátt í mótum á vegum FIBA hvert í sínu lagi og hlutgengisreglur FIBA hafa ekki heimilað þeim að senda sameiginlegt breskt landslið til keppni. En því hefur nú verið breytt. Breytingin tekur einnig til móta á vegum FIBA Europe svo sem Evrópukeppni, en þessar þjóðir hafa átt töluverð samskipti við KKÍ í æfingaleikjum og eins hafa þjóðirnar verið mótherjar okkar í Evrópukeppnum yngri landsliða.