28 nóv. 2005Ítalíu, Puerto Rico, Serbíu og Tyrklandi hafa verið boðin fjögur síðustu sætin í heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Japan á næsta ári. Þessar fjórar þjóðir eru valdar eftir fyrirfram gerði forskrift sem samþykkt var af FIBA. Alls munu 24 þjóðir taka þátt í HM, en mótið fer fram 19. ágúst - 3. september 2006. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum. Dregið verður í riðlana þann 15. janúar nk. í Tókyó í Japan. Þær 24 þjóðir sem leika munu á HM verða því þessar: Angóla, Argentína, Ástralía, Brasilía, Kína, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Japan, Líbanon, Litháen, Nýja Sjáland, Nígería, Panama, Puerto Rico, Qatar, Senegal, Serbís & Svartfjallaland, Slóvenía, Spánn, Tyrkland, Venezúela og Bandaríkin. Síðasta heimsmeistarakeppni fór fram í Indianapolis í Bandaríkjunum árið 2002. Júgóslavía bar þar sigur úr bítum, en Argentína varð í öðru sæti. Bandaríkin urðu aðeins í sjötta sæti og fyrstu tapaleikir bandarísks landsliðs skipuðu NBA-leikmönnum litu dagsins ljós. Fleiri slíkir bættust við á Ólympíuleikunum í Aþenu sem kunnugt er. Mikil eftirvænting ríkir hvað varðar skipan bandaríska liðsins í næstu stórkeppnum eftir áföllin 2002 og 2004, því ljóst er að Bandaríkin eiga litla möguleika á sigri nema í liðinu séu allra bestu leikmenn þeirra úr NBA-deildinni.
Síðustu fjögur sætin á HM klár
28 nóv. 2005Ítalíu, Puerto Rico, Serbíu og Tyrklandi hafa verið boðin fjögur síðustu sætin í heimsmeistarakeppninni sem fram fer í Japan á næsta ári. Þessar fjórar þjóðir eru valdar eftir fyrirfram gerði forskrift sem samþykkt var af FIBA. Alls munu 24 þjóðir taka þátt í HM, en mótið fer fram 19. ágúst - 3. september 2006. Leikið verður í fjórum sex liða riðlum. Dregið verður í riðlana þann 15. janúar nk. í Tókyó í Japan. Þær 24 þjóðir sem leika munu á HM verða því þessar: Angóla, Argentína, Ástralía, Brasilía, Kína, Frakkland, Þýskaland, Grikkland, Ítalía, Japan, Líbanon, Litháen, Nýja Sjáland, Nígería, Panama, Puerto Rico, Qatar, Senegal, Serbís & Svartfjallaland, Slóvenía, Spánn, Tyrkland, Venezúela og Bandaríkin. Síðasta heimsmeistarakeppni fór fram í Indianapolis í Bandaríkjunum árið 2002. Júgóslavía bar þar sigur úr bítum, en Argentína varð í öðru sæti. Bandaríkin urðu aðeins í sjötta sæti og fyrstu tapaleikir bandarísks landsliðs skipuðu NBA-leikmönnum litu dagsins ljós. Fleiri slíkir bættust við á Ólympíuleikunum í Aþenu sem kunnugt er. Mikil eftirvænting ríkir hvað varðar skipan bandaríska liðsins í næstu stórkeppnum eftir áföllin 2002 og 2004, því ljóst er að Bandaríkin eiga litla möguleika á sigri nema í liðinu séu allra bestu leikmenn þeirra úr NBA-deildinni.