28 nóv. 2005Logi Gunnarsson landsliðsmaður átti enn einn stórleikinn fyrir lið sitt Bayreuth í Þýskalandi um helgina. Hann skoraði 29 stig auk þess sem hann tók 6 fráköst í sigri liðsins gegn TV Lich og urðu lokatölur 81-87. Logi og félagar léku á útivelli en þó var þetta gamli heimavöllur hans Loga. TV Lich er einmitt einskonar varalið Giessen 46ers, liðsins sem Logi spilaði með síðustu 2 tímabil. Nánar [v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]á vef UMFN[slod-]. Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig í kvöld þegar lið hans Carpisa Napoli sigraði Montepaschi Siena á útivelli, 93-88. Napoli er í 4. til 6. sæti í Seria A með sex sigra í níu leikjum. Bayern Giants Leverkusen, lið Jakobs Arnar Sigurðarsonar, tapaði fyrir EWE Oldenburg á heimvelli í þýsku Bundesligunni í gær, 101-107. Jakob Örn skoraði 9 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Nánari fréttir af þeim Jóni Arnóri og Jakobi Erni [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]á vef KR[slod-].
Logi með enn einn stórleikinn
28 nóv. 2005Logi Gunnarsson landsliðsmaður átti enn einn stórleikinn fyrir lið sitt Bayreuth í Þýskalandi um helgina. Hann skoraði 29 stig auk þess sem hann tók 6 fráköst í sigri liðsins gegn TV Lich og urðu lokatölur 81-87. Logi og félagar léku á útivelli en þó var þetta gamli heimavöllur hans Loga. TV Lich er einmitt einskonar varalið Giessen 46ers, liðsins sem Logi spilaði með síðustu 2 tímabil. Nánar [v+]http://www.umfn.is/karfan/[v-]á vef UMFN[slod-]. Jón Arnór Stefánsson skoraði 13 stig í kvöld þegar lið hans Carpisa Napoli sigraði Montepaschi Siena á útivelli, 93-88. Napoli er í 4. til 6. sæti í Seria A með sex sigra í níu leikjum. Bayern Giants Leverkusen, lið Jakobs Arnar Sigurðarsonar, tapaði fyrir EWE Oldenburg á heimvelli í þýsku Bundesligunni í gær, 101-107. Jakob Örn skoraði 9 stig, tók 7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Nánari fréttir af þeim Jóni Arnóri og Jakobi Erni [v+]http://www.kr.is/karfa/[v-]á vef KR[slod-].