23 nóv. 2005Síðastliðinn laugardagsmorgun hélt KKÍ málþing um mótahald yngri flokka í Café Easy í Laugardal. Mætingin á málþingið var ekki sérstaklega góð, en þó voru nokkrir komnir langt að. Hæst bar á góma lengd keppnistímabils yngri flokka, leiktími í yngri flokkum, framkvæmd fjölliðamóta og dómaramál í yngri flokkum og mynduðust nokkuð líflegar umræður um þessi mál. Tæpt var á ýmsum öðrum málefnum og er ljóst að milliþinganefnd um málefni yngri flokka fékk þarna brennivið fram á vor.
Líflegar umræður á málþingi um yngri flokka
23 nóv. 2005Síðastliðinn laugardagsmorgun hélt KKÍ málþing um mótahald yngri flokka í Café Easy í Laugardal. Mætingin á málþingið var ekki sérstaklega góð, en þó voru nokkrir komnir langt að. Hæst bar á góma lengd keppnistímabils yngri flokka, leiktími í yngri flokkum, framkvæmd fjölliðamóta og dómaramál í yngri flokkum og mynduðust nokkuð líflegar umræður um þessi mál. Tæpt var á ýmsum öðrum málefnum og er ljóst að milliþinganefnd um málefni yngri flokka fékk þarna brennivið fram á vor.