17 nóv. 2005Karlalið Keflavíkur og kvennalið Hauka leika bæði heimaleiki í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld, fimmtudagskvöld. Keflavík tekur á móti BK Riga frá Lettlandi og Haukar taka á móti Pays D Aix frá Frakklandi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Keflavík þarf að vinna Riga með 19 stiga mun til að komast áfram í keppninni, en Haukar munu ekki komast upp úr sínum riðli, enda við ofurefli að etja. Sem dæmi um það þá urðu mótherjar Hauka í kvöld, Pays D Aix, Evrópumeistatar bikarhafa fyrir tveimur árum. Ítalska liðið og það spænska í þessum riðli eru einnig gríðarsterk og ávinningur Hauka í ár er fyrst og fremst reynsla. Nánar um leikina á vefjum [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]Keflavíkur[slod-] og [v+]http://www.haukar-karfa.is[v-]Hauka[slod-].
Tveir Evrópuleikir í kvöld
17 nóv. 2005Karlalið Keflavíkur og kvennalið Hauka leika bæði heimaleiki í Evrópukeppninni í körfubolta í kvöld, fimmtudagskvöld. Keflavík tekur á móti BK Riga frá Lettlandi og Haukar taka á móti Pays D Aix frá Frakklandi. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15. Keflavík þarf að vinna Riga með 19 stiga mun til að komast áfram í keppninni, en Haukar munu ekki komast upp úr sínum riðli, enda við ofurefli að etja. Sem dæmi um það þá urðu mótherjar Hauka í kvöld, Pays D Aix, Evrópumeistatar bikarhafa fyrir tveimur árum. Ítalska liðið og það spænska í þessum riðli eru einnig gríðarsterk og ávinningur Hauka í ár er fyrst og fremst reynsla. Nánar um leikina á vefjum [v+]http://www.keflavik.is/karfan/forsida/[v-]Keflavíkur[slod-] og [v+]http://www.haukar-karfa.is[v-]Hauka[slod-].