17 nóv. 2005Eftir að Keflavík gjörsigraði lið BK Riga í Evrópukeppninni í kvöld er ljóst að liðið er komið áfram í keppninni. Keflavík varð í 2. sæti C-riðiðs og mætir því efsta liði D-riðils í 16 liða úrslitum keppninnar. Lið lið er CAB Madeira frá Portúgal, góðkunningjar Keflvíkinga, en liðin hafa mæst undanfarin tvö ár í riðlakeppninni. Keflavíkinga hafa sigrað Madeira liðið á heimavelli í Keflavík, en hafa átt erfitt uppdráttar á Madeira. Sérstaklega eiga Keflavíkingar sárar minningar frá viðureign liðanna þar í fyrra. Þá munaði afar litlu að Keflavíkingar náðu hagstæðum úrslitun, en höfðu ekki heppnina með sér á lokasekúndum leiksins. Keflavíkingar eiga því harma að hefna gegn Madeira og fagna því væntanlega því tækifæri sem þeir fá nú. Leikir liðanna fara fram 8. og 15. desember nk. og því ljóst að fresta verður leik Keflavíkur og Hamars/Selfoss sem er á dagskrá Iceland Express-deildarinnar 15. desember.
Keflavík mætir CAB Madeira
17 nóv. 2005Eftir að Keflavík gjörsigraði lið BK Riga í Evrópukeppninni í kvöld er ljóst að liðið er komið áfram í keppninni. Keflavík varð í 2. sæti C-riðiðs og mætir því efsta liði D-riðils í 16 liða úrslitum keppninnar. Lið lið er CAB Madeira frá Portúgal, góðkunningjar Keflvíkinga, en liðin hafa mæst undanfarin tvö ár í riðlakeppninni. Keflavíkinga hafa sigrað Madeira liðið á heimavelli í Keflavík, en hafa átt erfitt uppdráttar á Madeira. Sérstaklega eiga Keflavíkingar sárar minningar frá viðureign liðanna þar í fyrra. Þá munaði afar litlu að Keflavíkingar náðu hagstæðum úrslitun, en höfðu ekki heppnina með sér á lokasekúndum leiksins. Keflavíkingar eiga því harma að hefna gegn Madeira og fagna því væntanlega því tækifæri sem þeir fá nú. Leikir liðanna fara fram 8. og 15. desember nk. og því ljóst að fresta verður leik Keflavíkur og Hamars/Selfoss sem er á dagskrá Iceland Express-deildarinnar 15. desember.