10 nóv. 2005Grindavík er taplaust á topp Iceland Express-deildar kvenna eftir fimm umferðir í deildinni eða fjórðung deildarkeppninnar. Liðið lagði Íslandsmeistara Keflavíkur í sannkölluðum toppleik í Keflavík í gærkvöldi, 90-93, í framlengdum leik. Leikurinn var fyrir margar sakir merkilegur. Grindavík skoraði hvorki fleiri né færri en 33 stig í fjórða leikhluta og vann upp 15 stig forystu Keflavíkur. Þar af skoraði Grindavík 10 síðustu stigin í leiknum og knúði þar með fram framlengingu. Stigskorið í leiknum, 183 stig, er það mesta í leik í deildinni í vetur og nánast einsdæmi í efstu deild kvenna. Á síðasta keppnistímabili voru skoruð 187 stig í leik Keflavíkur og Njarðvíkur, en þeim leik lauk með 102-85 sigri Keflavíkur. Fyrir þann leik þarf að fara aftur til ársins 2001 til að finna leik sem jafn mikið var skorað í. Það var 20. janúar það ár að skoruð voru 187 stig í leik Grindavíkur og ÍS, en þeim leik lauk með 92-95 sigri ÍS eftir framlengingu. Þessir þrír leikir eru í sérflokki hvað heildarstigaskor varðar á síðustu fimm árum. Frammistaða erlendu leikmannanna í leiknum í gær fer einnig í sögubækurnar. Reshea Bristol leikmaður Keflavíkur náði fjórfaldri tvennu í leiknum. Hún skoraði 30 stig, var með 16 fráköst, 10 stolna bolta og 10 stoðsendingar. Frammistaða löndu hennar hjá Grindavík, Jericu Watson, var síst lakari en hún var með þrefalda tvennu, 32 stig, 28 fráköst og 10 stoðsendingar. Kvennakörfuboltinn er í mikilli sókn hér á landi og leikir í efstu deild bjóða oft uppá mikla spennu og góð tilþrif. Leikur Keflavíkur og Grindavíkur í gærkvöldi var það besta sem sést hefur í vetur, en fleiri slíkir leikir eru áreiðanlegan framundan. Framtíðið í kvennaboltanum er björt, séfellt fleiri stelpur byrja að æfa körfubolta og frammistaða unglingalandsliðanna síðustu tvö sumur gefur góð fyrirheit á framtíðina. Þátttaka Hauka í Evrópukeppninni er einnig stórt skref fram á við og annað risaskref verður stigið á næsta ári þegar kvennalandsliðið mun í fyrsta skipti taka þátt í Evrópukeppni landsliða. [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002231_5_1[v-]Tölfræði leiksins[slod-].
Stórleikur í öllum skilningi
10 nóv. 2005Grindavík er taplaust á topp Iceland Express-deildar kvenna eftir fimm umferðir í deildinni eða fjórðung deildarkeppninnar. Liðið lagði Íslandsmeistara Keflavíkur í sannkölluðum toppleik í Keflavík í gærkvöldi, 90-93, í framlengdum leik. Leikurinn var fyrir margar sakir merkilegur. Grindavík skoraði hvorki fleiri né færri en 33 stig í fjórða leikhluta og vann upp 15 stig forystu Keflavíkur. Þar af skoraði Grindavík 10 síðustu stigin í leiknum og knúði þar með fram framlengingu. Stigskorið í leiknum, 183 stig, er það mesta í leik í deildinni í vetur og nánast einsdæmi í efstu deild kvenna. Á síðasta keppnistímabili voru skoruð 187 stig í leik Keflavíkur og Njarðvíkur, en þeim leik lauk með 102-85 sigri Keflavíkur. Fyrir þann leik þarf að fara aftur til ársins 2001 til að finna leik sem jafn mikið var skorað í. Það var 20. janúar það ár að skoruð voru 187 stig í leik Grindavíkur og ÍS, en þeim leik lauk með 92-95 sigri ÍS eftir framlengingu. Þessir þrír leikir eru í sérflokki hvað heildarstigaskor varðar á síðustu fimm árum. Frammistaða erlendu leikmannanna í leiknum í gær fer einnig í sögubækurnar. Reshea Bristol leikmaður Keflavíkur náði fjórfaldri tvennu í leiknum. Hún skoraði 30 stig, var með 16 fráköst, 10 stolna bolta og 10 stoðsendingar. Frammistaða löndu hennar hjá Grindavík, Jericu Watson, var síst lakari en hún var með þrefalda tvennu, 32 stig, 28 fráköst og 10 stoðsendingar. Kvennakörfuboltinn er í mikilli sókn hér á landi og leikir í efstu deild bjóða oft uppá mikla spennu og góð tilþrif. Leikur Keflavíkur og Grindavíkur í gærkvöldi var það besta sem sést hefur í vetur, en fleiri slíkir leikir eru áreiðanlegan framundan. Framtíðið í kvennaboltanum er björt, séfellt fleiri stelpur byrja að æfa körfubolta og frammistaða unglingalandsliðanna síðustu tvö sumur gefur góð fyrirheit á framtíðina. Þátttaka Hauka í Evrópukeppninni er einnig stórt skref fram á við og annað risaskref verður stigið á næsta ári þegar kvennalandsliðið mun í fyrsta skipti taka þátt í Evrópukeppni landsliða. [v+]http://www.kki.is/leikvarp_tolfraedi.asp?Leikur=1500002231_5_1[v-]Tölfræði leiksins[slod-].