9 nóv. 2005Eins og undanfarin 11 ár hélt KKÍ góðgerðarleiki Meistarar meistaranna í karla og kvennaflokki í haust og hefur innkoma runnið til valins félags/málefnis hverju sinni. Í ár varð fyrir valinu Foreldrafélag axlarklemmubarna og afhenti Hannes Birgir Hjálmarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, Sigrúnu Sigmarsdóttur, formanni Foreldrafélags axlarklemmubarna, afrakstur miðasölu á leikjunum - alls 248.000,- á blaðamannafundi félagsins þar sem ný heimasíða félagsins www.axlarklemma.is var opnuð. Auk miðasölunnar voru seldar auglýsingar á leikina og munu þær skila um 400.000,- krónum til félagsins, reikna má með því að góðgerðarleikirnir skili því um 650.000,- kr. til félagsins. Sigrún Sigmarsdóttir sagði við opnun heimasíðunnar að peningunum yrði varið til að koma félaginu á framfæri en allt of hljótt hefði farið um þennan sjúkdóm til þessa. Er það von okkar hjá KKÍ að afrakstur góðgerðaleikjanna verði til þess að Foreldrafélag axlarklemmubarna geti komið sínum málefnum á framfæri sem víðast.