3 nóv. 2005Frá árinu 2003 hefur Miguel Betancor yfirmaður dómaramála FIBA Europe unnið að þróun dómaramenntunar í samstarfi við háskólann í Las Palmas á Kanaríeyjum. Þetta samstarf hefur nú leitt til þess að FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka upp sömu aðferðir varandi sína dómara. Það sem um ræðir er sérstakur vefur sem FIBA dómarar hafa aðgang að. Á vefnum eru kennslumyndbönd sem gefa dómurum kost á að skoða og skilgreina hin ýmsu atvik sem uppgeta komið auk greina um allt það sem við kemur dómgæslu. Vefurinn er einnig notaður til samskipta. Á vefnum sjá dómarar allar upplýsingar um þá leiki sem þeim hafa verið úthlutaðir auk þess sem þeir geta haft þar samskipti sín á milli. Þá geta eftirlitsdómarar og leiðbeinendur sett skýrslur um frammistöðu dómaranna beint inn á vefinn eftir leiki og dómararnir fá því strax að vita hvernig þeir hafa staðið sig í leikjunum. Þessi tækni var í hávegum höfð í nýliðinni lokakeppni Evrópumóts landsliða í Serbíu og Svartfjallalandi ásamt rafrænni leikskýrslu, sem nýlega var hönnuð af dómaradeild FIBA Europe. Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa þetta kerfi í samvinnu við háskólann í Las Palmas. Það að jafn stór samtök og FIFA taki þess tækni upp er staðfesting á því að vel hafi til tekist, segir Miguel Betancor.
FIFA fetar í fótspor FIBA Europe
3 nóv. 2005Frá árinu 2003 hefur Miguel Betancor yfirmaður dómaramála FIBA Europe unnið að þróun dómaramenntunar í samstarfi við háskólann í Las Palmas á Kanaríeyjum. Þetta samstarf hefur nú leitt til þess að FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið, hefur ákveðið að taka upp sömu aðferðir varandi sína dómara. Það sem um ræðir er sérstakur vefur sem FIBA dómarar hafa aðgang að. Á vefnum eru kennslumyndbönd sem gefa dómurum kost á að skoða og skilgreina hin ýmsu atvik sem uppgeta komið auk greina um allt það sem við kemur dómgæslu. Vefurinn er einnig notaður til samskipta. Á vefnum sjá dómarar allar upplýsingar um þá leiki sem þeim hafa verið úthlutaðir auk þess sem þeir geta haft þar samskipti sín á milli. Þá geta eftirlitsdómarar og leiðbeinendur sett skýrslur um frammistöðu dómaranna beint inn á vefinn eftir leiki og dómararnir fá því strax að vita hvernig þeir hafa staðið sig í leikjunum. Þessi tækni var í hávegum höfð í nýliðinni lokakeppni Evrópumóts landsliða í Serbíu og Svartfjallalandi ásamt rafrænni leikskýrslu, sem nýlega var hönnuð af dómaradeild FIBA Europe. Við höfum lagt mikla vinnu í að þróa þetta kerfi í samvinnu við háskólann í Las Palmas. Það að jafn stór samtök og FIFA taki þess tækni upp er staðfesting á því að vel hafi til tekist, segir Miguel Betancor.