20 okt. 2005Í tilefni þess að í dag leikur íslenskt kvennalið fyrsta leik sinn í Evrópukeppni þá er við hæfi að rifja upp fyrstu leiki íslenskra liða á þeim vettvangi. Íslenskt lið tók fyrst þátt í Evrópukeppni haustið 1964 og voru það ÍR-ingar sem riðu á vaðið. Í fyrstu umferð drógust þeir gegn Collegians frá Belfast á Norður-Írlandi, slógu þá út og komust því í aðra umferð. Þar mætti ÍR frönsku meisturunum í Asvel frá Lyon og tapaði en þess má geta að Asvel datt út í næstu umferð gegn Real Madrid sem varð Evrópumeistari þetta keppnistímabil. Sjá nánar í Lesningunni hér til hliðar.