20 okt. 2005Í kvöld verður brotið blað í íslenskum kvennakörfuknattleik þegar fyrsti leikur íslensks félagsliðs í Evrópukeppni félagsliða fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði. Þegar lið bikarmeistaranna skráði sig til keppni fyrr á þessu ári lá vissulega ekki fyrir að mótherjarnir yrðu frá þremur af sterkustu körfuknattleiksþjóðum álfunnar, þ.e. frá Spáni, Frakklandi og Ítalíu - en landslið tveggja fyrsttöldu þjóðanna urðu í þriðja og fimmta sæti á nýafstaðinni úrslitakeppni í Tyrklandi, og Ítalía er gestgjafi næstu keppni árið 2007. Úr pistli Ólafs Rafnssonar formanns KKÍ í Lesningunni hér til hliðar.