6 okt. 2005Sumihimprom Sumy frá Úkraínu var rétt í þessu að draga sig úr keppni í Euro cup Challange. Sumy var með Keflavík í riðli og NMKY Lappeennranta. Ástæðan mun sennilega vera fjárhagsleg. Forráðamenn liðsins höfðu verið í sambandi við Keflavíkinga um að leika báða leikina í Úkraínu, og svöruðu Keflavíkingar því með tilboði á móti sem þeir höfnuðu. Það er því ljóst að Keflavíkurliðið mun ekki fara til Úkraínu í ár og kannski átti ferðakostnaðurinn til Íslands þátt í því. Í staðin mæta Keflvíkingar liði frá Lettlandi sem heitir BK Riga sem er staðsett í samnefndri borg.
Sumy frá Úkraínu dregur sig úr Evrópukeppninni
6 okt. 2005Sumihimprom Sumy frá Úkraínu var rétt í þessu að draga sig úr keppni í Euro cup Challange. Sumy var með Keflavík í riðli og NMKY Lappeennranta. Ástæðan mun sennilega vera fjárhagsleg. Forráðamenn liðsins höfðu verið í sambandi við Keflavíkinga um að leika báða leikina í Úkraínu, og svöruðu Keflavíkingar því með tilboði á móti sem þeir höfnuðu. Það er því ljóst að Keflavíkurliðið mun ekki fara til Úkraínu í ár og kannski átti ferðakostnaðurinn til Íslands þátt í því. Í staðin mæta Keflvíkingar liði frá Lettlandi sem heitir BK Riga sem er staðsett í samnefndri borg.