3 okt. 2005Það verða sex félög sem munu leika í norsku úrvalsdeildinni BLNO í vetur. Upphaflega áttu félögin að vera átta talsins, en tveim félögum var meinuð þátttaka. Félögin tvö sem ekki fengu að vera með í deildinni gátu ekki sýnt fram á að viðunandi fjárhagsgrundvöllur væri fyrir þátttöku þeirra. Þetta voru Fröja Ambassadors sem voru í deildinni í fyrra og Njård Giants, sem hugðust koma nýir inn í deildina í vetur. Félögin sem verða í deildinni í vetur eru því: Asker Aliens, Harstad Vikings, Kongsberg Penguins, Kristiansand Pirates, Tromsö Storm og Ulriken Eagles.
Sex félög í BLNO í vetur
3 okt. 2005Það verða sex félög sem munu leika í norsku úrvalsdeildinni BLNO í vetur. Upphaflega áttu félögin að vera átta talsins, en tveim félögum var meinuð þátttaka. Félögin tvö sem ekki fengu að vera með í deildinni gátu ekki sýnt fram á að viðunandi fjárhagsgrundvöllur væri fyrir þátttöku þeirra. Þetta voru Fröja Ambassadors sem voru í deildinni í fyrra og Njård Giants, sem hugðust koma nýir inn í deildina í vetur. Félögin sem verða í deildinni í vetur eru því: Asker Aliens, Harstad Vikings, Kongsberg Penguins, Kristiansand Pirates, Tromsö Storm og Ulriken Eagles.